- Advertisement -

15 og 16 ára krakkar mánuðum saman í gæsluvarðhaldi

„Við erum með dæmi um krakka. Fimmtán sextán ára krakka sem sitja mánuðum saman í gæsluvarðhaldi, nýleg dæmi. Þetta er ógnvænlegt. Ef markmið okkar er að breyta börnum í glæpamenn þá er þetta aðferð til þess. En ef við ætlum að hjálpa börnum, til að ná sér á strik, þá er gæsluvarðhald svo mánuðum skiptir, ekki góð leið.

Þetta sagði Páll Gunnar M. Kristjánsson, verjandi mannsins sem er grunaður um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, var meðal gesta í Vikulokunum, þar sem Helgi Seljan stýrði þættinum.

Páll sagði að of oft samþykki dómstólar að sakborningar, grunaðir menn, sæti einangrun. Oft að óþörfu.

Skjólstæðingur Páls hefur verið í einangrun í á sjöttu viku. Páll sagði að hans mati ætti maðurinn ekki að vera lengur í einangrun. Hann sagði að ef afstaða dómstóla sé sú að hann eigi að vera í gæsluvarðhaldi þá væri það afstaða dómstóla. „Ég tel alveg óásættanlegt að hann sé í einangrun.“ Hann sagðist ekki hafa sé nein þau rök sem hann getur fallist á sem réttlæta einangrungarvist.  „Einangrun á aldrei að vera notuð til að þvinga fram framburð,“ sagði Páll í Vikulokunum á rás eitt.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: