- Advertisement -

5 milljónir í skýrslu um fátæk börn

Ríkisstjórnin mun veita fimm milljónir kr. af ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar til þess að styrkja útgáfu skýrslu um stöðu efnislegs skorts barna á Íslandi, sem UNICEF á Íslandi mun vinna í samstarfi við Hagstofu Íslands. Þetta var ákveðið á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun.

UNICEF gaf út sambærilega skýrslu árið 2016 með útgáfustyrk frá velferðarráðuneytinu. Í ljósi jákvæðrar reynslu af notagildi greiningar af þessu tagi og markmiðs um að efnisleg staða barna verði í framtíðinni hluti af reglubundnum mælingum Hagstofu Íslands, samþykkti ríkisstjórnin að veita 5 milljónum króna til verkefnisins.

„Þetta er að mínu mati afar mikilvægt verkefni og ekki síður er mikilvægt að tryggja að sambærilegar mælingar verði gerðar reglulega í framtíðinni. Staða barna og velferð segir mikið um stöðu samfélaga almennt. Við eigum að leggja áherslu á að hlúa að börnum og ungmennum á öllum sviðum og að því vil ég vinna“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, að loknum fundi ríkisstjórnarinnar.

(Frétt af vef stjórnarráðsins).

 

Þú gætir haft áhuga á þessum

Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: