- Advertisement -

Á flótta frá hástökkvaranum

„Á síðustu tveimur árum hafa hlutabréf olíufélagsins N1 hækkað um tæp 170% í Kauphöll Íslands. Síðustu tólf mánuði nemur hækkunin um 75%. Þegar mest lét og bréf félagsins voru í hæstu hæðum um miðjan febrúar höfðu þautvöfaldast í verði á einu ári. Eru þau félög vandfundin sem sýnt hafa slíka frammistöðu á hlutabréfamarkaði hérlendis á síðustu árum.“

Þetta segir í frétt í Morgunlaðinu í dag.

Markaðurinn er einnig með frétt af N1. Hún er gjörólík frétt Morgunblaðsins. Markaðurinn segir í sinni frétt frá hverjir hafa selti í N1 síðustu daga og þar á meðal er fólk sem þekkir trúlega vel til.

„Fjárfestingarfélagið Hofgarðar, í eigu Helga Magnússonar fyrrverandi formanns Samtaka iðnaðarins og stjórnarmanns í N1, seldi í gær þrjár milljónir hluta í olíufélaginu. Félagið seldi á genginu 133 krónur á hlut og fékk því 399 milljónir króna fyrir bréfin. Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs N1, seldi fyrr um daginn bréf í félaginu fyrir rúmar 7,5 milljónir. Á fimmtudag var tilkynnt til Kauphallar Íslands að Helgafell, eignarhaldsfélag í eigu Bjargar Fenger, eiginkonu Jóns Sigurðssonar stjórnarmanns í N1, hefði selt bréf í félaginu fyrir 540 milljónir,“ segir í frétt Markaðarins.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Ekkert félag í Kauphöll Íslands hefur hækkað jafn skarpt síðasta árið og olíufélagið N1. Þannig nemur 12 mánaða hækkun um 76%. Sérfræðingur við greiningardeild Arion banka bendir á að stjórnendur fyrirtækisins hafi á síðasta rekstrarári þrisvar sinnum uppfært afkomuspá þess og að þrátt fyrir það hafi niðurstaðan orðið nokkru hagfelldari en þriðja og síðasta spáin. Virðist félagið ekki síst hafa sótt aukinn slagkraft til aukinna umsvifa í ferðaþjónustu og öflugt net afgreiðslustöðva hringinn um landið hafi komið sér vel þegar 13% aukning varð á umferð um þjóðvegi landsins á nýliðnu ári. Harðnandi samkeppni á eldsneytismarkaði, með tilkomu Costco, veldur því að gert er ráð fyrir að EBITDA félagsins lækki nokkuð á þessu ári,“ segir einnig í frétt Morgunblaðsins.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: