- Advertisement -

Að eiga ekki fyrir mat eða að þurfa ekki að taka upp veskið

„Eins og frægt er orðið fá þingmenn mikla bílastyrki og þeir fá einnig mikla dagpeninga í utanlandsferðum. Þeir geta sent hótelreikninginn heim í Alþingi til greiðslu en fá þá helming dagpeninga.“ „Þetta eru mennirnir, sem eiga að ákveða hvað aldraðir og öryrkjar þurfi mikið í lífeyri sér til framfærslu. Þetta eru mennirnir, sem segja að hungurlúsin nægi öldruðum og öryrkjum.“

Er það rétt, hafa markmiðin náðst? „…verða oft að neita sér um að fara til læknis og geta ekki leyst út lyfin sín.“

Björgvin Guðmundsson, viðskiptafræðingur er manna duglegastur við að benda á aum kjör aldraðra og öryrkja. Hann skrifar fína grein sem birt er í Fréttablaðinu í dag. Björgvin á auðvelt með að draga fram staðreyndir. Hann byrjar grein sína svona:

„Hvernig stendur á því, að hvorki ríkisstjórn né Alþingi hefur nokkurn áhuga á því að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja? Hvernig stendur á því, að þessir ráðamenn láta það afskiptalaust, að lægst launuðu aldraðir og öryrkjar hafi ekki nóg fyrir brýnustu útgjöldum? Þessir aðilar eiga jafnvel ekki fyrir mat síðustu daga mánaðarins. Þeir geta ekki átt eða rekið bíl; þeir geta ekki keypt tölvu og rekið hana; þeir verða oft að neita sér um að fara til læknis og geta ekki leyst út lyfin sín. Þessi hópur getur því ekki tekið fullan þátt í samfélaginu. Ríkisstjórn og Alþingi kemur í veg fyrir það. Það er mannréttindabrot.“

En hvers vegna er þetta svona?

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Ég hef velt því fyrir mér, hvers vegna Alþingi og ríkisstjórn séu gersamlega áhugalaus um kjör og hag þess hóps, sem er á lægsta lífeyri almannatrygginga og hefur engar tekjur aðrar en lífeyri TR. Mér hefur komið eftirfarandi í hug: Sumir stjórnmálamannanna vita ekkert hvernig hagur þessara eldri borgara og öryrkja er í raun! Þeir telja, að umræddir lífeyrisþegar hafi nógu góð kjör. Þetta sást vel, þegar Ellert Schram, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík, talaði við fyrrverandi alþingismann. Þessi fyrrverandi alþingismaður sagði eitthvað á þessa leið: Hvað eruð þið alltaf að væla. Eldri borgarar hafa það ágætt! Og ég hugsa að margir fleiri alþingismenn og jafnvel ráðherrar hugsi eins og telji hag verst launuðu aldraðra og öryrkja í lagi.“

En hvers vegna þetta skilningsleysi?

„Eins og frægt er orðið fá þingmenn mikla bílastyrki og þeir fá einnig mikla dagpeninga í utanlandsferðum. Þeir geta sent hótelreikninginn heim í Alþingi til greiðslu en fá þá helming dagpeninga. Hvort þeir geti skrifað kostnað á hótelreikningana veit ég ekki en kæmi það ekki á óvart. Miðað við bruðl og óhóf þeirra er óskiljanlegt, að þeir skuli ekki manna sig upp í að leiðrétta kjör lægst launuðu aldraðra og öryrkja og leiðrétta kjör þeirra allra.

Ráðherrarnir lifa við enn meira bruðl og óhóf. Þeir hafa fría bíla; þeir hafa nánast fríar utanferðir. Þeir fá miklu hærri dagpeninga en þingmenn; geta sent hótelreikningana heim í ráðuneytið og skrifað margs konar kostnað á hótelreikningana. Þeir þurfa varla að taka upp veskið.

Þetta eru mennirnir, sem eiga að ákveða hvað aldraðir og öryrkjar þurfi mikið í lífeyri sér til framfærslu. Þetta eru mennirnir, sem segja að hungurlúsin nægi öldruðum og öryrkjum.“

Spurningarnar og fyrirsögnin er Miðjunnar.


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: