- Advertisement -

Aðgerðar- og skeyt­ing­ar­leysi Bjarna

Formaður Öryrkjabandalagsins segir ráðherrann vera al­gjör­lega úr tengsl­um við veru­leik­ann sem blas­ir við flest­um öðrum.

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, skrifar Bjarna Benediktssyni opið bréf, sem hún birtir í Mogganum.

Hún ávarpar Bjarna og segir á einum stað: „Ágæti ráðherra. Ég er bjart­sýn að eðlis­fari og legg alltaf af stað með það að hafa trú á fólki, trúa því að þeir sem velj­ast til starfa fyr­ir þjóðina sinni starfi sínu af alúð, heiðarleika og rétt­sýni.“

Svo kemur það: „Aðgerðarleysi og skeyt­ing­ar­leysi þitt get ég ekki skilið á ann­an hátt en að þú, kæri ráðherra, sért al­gjör­lega úr tengsl­um við veru­leik­ann sem blas­ir við flest­um öðrum: Að fatlað og lang­veikt fólk býr við mikla fá­tækt.“

Þuríður segir einnig: „Það hlýt­ur að vera því ann­ars hefðir þú senni­lega þegar séð til þess að fólkið með lægstu tekj­urn­ar gæti raun­veru­lega lifað af þeim – rétt eins og þú hef­ur sýnt í orði og verki að þeir sem mest hafa fyr­ir skuli ávallt fá meira.“

Þú gætir haft áhuga á þessum
Þuríður Harpa: „Þannig fengi fólk sjálft fyrstu 60.000 krón­urn­ar af vinnu­laun­um sín­um í stað þess að þetta fé fari beina leið aft­ur í rík­iskass­ann í formi skatta og skerðinga.“

Hún endar grein sína svona: „Já­kvæðar aðgerðir stjórn­valda í garð ör­orku­líf­eyr­isþega eru nauðsyn­leg­ar strax, ára­tuga þol­in­mæði okk­ar er á enda – Koma svo!“

Örorka á ekki að vera ávísun á fátækt

Fyrr í grein sinni bendir Þuríður á nokkrar staðreyndir, til dæmis þessa:

„Nú í ág­úst 2018 eru um 17.830 manns með ör­orkumat og fá líf­eyr­is­greiðslur frá TR. Um 80% ör­orku­líf­eyr­isþega eru með greiðslur frá TR und­ir 280.000 kr. fyr­ir skatt eða 204.000 kr. út­borgaðar. Allt of marg­ir úr þess­um hópi þurfa að sætta sig við fram­færslu und­ir 200.000 kr. Um 40% ör­orku­líf­eyr­isþega eru með heild­ar­tekj­ur und­ir 300.000 kr. fyr­ir skatt. Örorkumat á ekki að vera ávís­un á fá­tækt.“

Beina leið í ríkisskassann

Og eins þessa:

„Áhyggj­ur þínar af því að fólk/​ör­yrkj­ar vilji ekki að vinna eru óþarfar. Fyrsta skrefið því til sönn­un­ar væri að af­nema „krónu á móti krónu“ skerðing­una strax. Með því móti gerðir þú mörg­um ör­orku­líf­eyr­isþegum kleift að stunda vinnu. Þannig fengi fólk sjálft fyrstu 60.000 krón­urn­ar af vinnu­laun­um sín­um í stað þess að þetta fé fari beina leið aft­ur í rík­iskass­ann í formi skatta og skerðinga.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: