- Advertisement -

Ætlar VG að rjúfa samstöðuna?

Björn Bjarnason.
.

„Þeir sem kynntust háttalagi þingmanna VG í þinghúsinu í janúar 2009 þegar lögreglumenn stóðu þar vörð og tókust á við þá sem réðust að húsinu undrast ekki sjónarmið forystumanna VG núna. Kjörnir fulltrúar VG voru ekki á móti lögreglunni þá vegna búnaðar hennar heldur vegna þess að hún tryggði öryggi þingsins. Forkastanleg framganga Álfheiðar Ingadóttur, þingmanns VG, er enn í minnum höfð,“ þannig skrifar dómsmálaráðherrann fyrrverandi, Björn Bjarnason, meðal annars í Moggann í dag.

Hann segir VG hafa sérstöðu, hvað varðar þjóðarörggi, sérstöðu sem ræðst af andstöðu við varnarsamstarf við útlendinga þar til þjóðaröryggisstefnan var samþykkt. „Ætlar VG að rjúfa samstöðuna um þjóðaröryggi með vísan til þess að lögreglan skapi mesta hættu fyrir þjóðfélagið?“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: