- Advertisement -

Af hverju Björt framtíð?

Viðhorf  Hvers vegna er Bjartri framtíð refsað svo rækilega? Varla fyrir að hafa tekið af skarið og stöðvað brölt hinnar aumu ríkisstjórnar. Viðreisn hefur sagst hafa ætlað að slíta stjórnarsamstarfinu og innan Sjálfstæðisflokksins var ekki stuðningur við sjálft fjárlagafrumvarp hinnar sérstöku ríkisstjórnar. Stjórnin var dauðadæmd.

Hvers vegna er þá Bjartri framtíð refsað svo rækilega? Björt framtíð er síst með síðri frambjóðendur en hinir flokkarnir. Í Norðvesturkjördæmi mælist ekkert fylgi við Bjarta framtíð, samkvæmt Morgunblaði dagsins. Samt held ég að oddviti Bjartrar framtíðar í því kjördæmi eigi meira erindi á þing en allir aðrir sem eru þar í framboði.

Fjarri er að Björt framtíð sé verri flokkur en hinir. Eitthvað gera þau samt rangt. Eitt er að þegar flokkur mælist ítrekað undir dauðalínunni verður róðurinn erfiður. Björt framtíð á sér varla viðreisnar von úr þessu. Fólk innan þess flokks hefði sómt sér vel á þingi. Ámóta má segja um Björt Ólafsdóttur í Kraganum.

Björt framtíð gerði vissulega mistök, stór mistök þegar þau gengu fyrst Viðreisn og síðan Sjálfstæðisflokki á hönd. Það virðist hafa verið eitraður kokkteill.

Þú gætir haft áhuga á þessum

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: