Afætur sauðfjárbænda

- hobbýbændur tryggja ekki byggð. Sauðfjárbændur sjá ekki aðra leið út úr vandanum en að sækjast í meira fé frá ríkinu. Gríðarlegur vandi í sauðfjárrækt.

Þorgerðu Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra: „Þessa stundina er til að mynda unnið hörðum höndum að lausn á vanda sauðfjárbænda sem sjá fram á erfiða tíma í haust af ýmsum ástæðum.“

Landbúnaður „Þessa stundina er til að mynda unnið hörðum höndum að lausn á vanda sauðfjárbænda sem sjá fram á erfiða tíma í haust af ýmsum ástæðum. Mikilvægt er að sú lausn bæti annmarka núverandi kerfis í stað að festa þá enn frekar í sessi,“ skrifar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra.

Guðmundur Garðar Arthursson skrifar langa grein um stöðu sauðfjárbænda. Hann bendir þar á margt sem er að og þarf að breyta.

„Ljóst má vera að samninganefndir sauðfjárbænda og ráðuneytis verða að endurskoða samningsmarkmið sín til að ná tökum á þeim gríðarlega vanda sem við blasir í sauðfjárræktinni,“ skrifar hann.
„Út af fyrir sig kom það ekki á óvart að sauðfjárbændur sáu ekki aðra leið út úr vandanum en þá að sækjast í meira fé frá ríkinu. Landbúnaðargeiri sem byggt hefur tilvist sína á framlagi ríkisins í áratugi.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Umdeild búvörulög

„Fjarlægara er sauðfjárbændum að taka til í sínum eigin ranni, nýta fjármagnið betur sem frá ríkinu kemur, auka framlegð, draga úr framleiðslu og draga línu á milli þeirra sem eru alvöru bændur og þeirra sem eru hobbý bændur á fullum styrk frá ríkinu og afætur þeirra sem eru hinir raunverulegu sauðfjárbændur. Þessir hobbýbændur búa lang flestir innan 100 km. fjarlægðar frá Reykjavík og eru ekki í hópi þeirra sem tryggja byggð í dreifðum svæðum landsins,“ skrifaði Guðmundur Garðar.

Áfran er  stuðst við skrif Guðmundar Garðars Arthurssonar. „Afstaða ráðuneytisins þarf ekki að koma á óvart. Afar umdeildum búvörulögum var þröngvað í gegnum Alþingi með aðeins 19 atkvæðum og tóku gildi um áramótin en reyndist ekki haldbetri en svo að fjórum mánuðum eftir að samningurinn tók gildi bönkuðu sauðfjárbændur á hjá ráðuneytinu með nýjar tillögur. Ráðuneytið sagði bara blákalt að efast megi um að þær aðgerðir sem lagðar eru til af hálfu sauðfjárbænda og byggja á forsendum um sérstaka fjármögnun, séu reifaðar með fullnægjandi hætti, þar sem mælanleg markið eru ekki sett fram auk þess að óvist virðist að þær séu til þess fallnar að ná tilætluðum tilgangi.“

Stefnt var í offramleiðslu

„Allir þeir sem vildu það vita vissu þegar samningurinn var gerður að um offramleiðslu væri að ræða og erfitt yrði að afsetja afurðirnar,“ skrifar Guðmundur Garðar. „Í stað þess að nýta 10. gr. sauðfjársamningsins til að skera niður stofninn haustið 2016 var ákveðið að setja gríðarlegt fjármagn frá ríkissjóði til að auka virði afurða þannig að á árinu 2017 nemur fjárhæðin um 348 milljónum til þessa verkefnis eins. Samt sem áður telja sauðfjárbændur nauðsynlegt að bæta enn frekar í ?? Er nokkur furða þó að ráðuneytið vilji fá mælanlegan árangur af eyðslu þessa fjár.

Hættan er hinsvegar sú að enn einu sinni verði samið um gagnlausar aðgerðir og gamalkunna frasa sem hljóða einhvern veginn svona:

  1. að auka á hagkvæmni og samkeppnishæfni sauðfjárframleiðslu til hagsbóta fyrir sauðfjárbændur og neytendur
    2. að treysta tekjugrundvöll sauðfjárbænda
    3. að ná jafnvægi milli framleiðslu og sölu sauðfjárafurða

Þessar setningar eru, skv. skýrslu Ríkisendurskoðunar, gegnum gangandi í síðustu samningum a.m.k. allt frá árinu 1991 með þeim afleiðingum að rekstrargrundvöllur sauðfjárbænda er enginn í dag.

Það verður afar fróðlegt að fylgjast með framvindu mála en vonandi næst lending í málinu svo rekstrarafkoma sauðfjárbænda verði tryggð til frambúðar.“

-sme
Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: