- Advertisement -

Agnarögn um „örlæti“ Bjarna Ben

- segist vilja gera enn betur við þá sem minnst hafa og verst eru staddir.

Ólafur Ísleifsson spuri Bjarna og uppskar hvorutveggja, skýr svör og svo fullkomlega óskýr.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra átti í orðaskiptum við Ólaf Ísleifsson. Ólafur var að spyrja Bjarna um hvort komi til greina að uppbætur á lífeyri geti orðið skattlausar. Bjarna virðist fyrirmunað að skilja auma stöðu fólks á lífeyri. Hann sagði:

„Ég get tekið undir með flutningsmönnum þingsályktunartillögunnar um að þetta sé ágætisleið til að létta enn frekar undir með því fólki í landinu sem hefur úr minnstu að spila, vegna þess að sannarlega eru það einmitt þeir sem hafa hvað minnst á milli handanna sem fylla þann hóp sem fær þær greiðslur sem þarna er um að ræða og skattleysi þeirra getur létt enn frekar undir með þeim.“

Já, Bjarni fjármálaráðherra sagði skattleysi bóta vera ágæta leið til að létta enn frekar undir með þeim sem minnst hafa og verst eru stödd í samfélaginu. Til að létta enn frekar undir með þessu fólki. Af orðum Bjarna má ætla að hann telji sig hafa þegar verið örlátur við þetta fólk og hugar að því að gera enn betur.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hvenær opinberar hann þá þetta nýfengna örlæti sitt?

„Væntanlega munum við í umræðu um frumvarpið þegar það kemur fram þurfa að ræða hvort þetta sé leiðin sem við viljum fara til að teygja okkur betur til þeirra sem eiga í hlut eða hvort aðrar aðferðir gætu gagnast betur. Við veltum því fyrir okkur um leið, vænti ég, hvort einhverjar tilteknar lífeyrisgreiðslur eða uppbætur eins og hér eiga við eigi að vera skattlausar meðan allt annað er skattlagt.“

Sem sagt, er Bjarni ekki að segja að hann vilji vísa málinu inn í dimma þoku þar sem það á ekki afturkvæmt? Ekki er annað hægt að lesa úr orðum hans. Og þessu til staðfestingar sagði Bjarni:

 „Um skattleysi uppbóta á bætur eða lífeyrisgreiðslur er það að segja almennt að ég held að við munum í tengslum við málið þurfa að velta því fyrir okkur hvort máli skiptir að hafa samkvæmni í skatta- og bótakerfunum hjá okkur hvað varðar skattalega meðhöndlun.“

Þetta bragð Sjálfstæðisflokksins er löngu þekkt. Þeir teikna upp eins óljósa og óskýra mynd svo tryggt verði að þau mál sem þeir vilja ekki verði óleysanleg.


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: