- Advertisement -

Ákvörðun tekin um aukna hörku

Helga Vala: „Það alvarlega í þessu er að á bakvið þessar tölur er fólk, börn, fullorðnir, í leit að vernd.“ Mynd: Hringbraut.

Útlendingastofnun skilar ekki ársskýrslum og stofnin er gerð aturræk með fjölda mála sem hún afgreiðir. En hvað veldur því að aðeins 43 prósent ákvarðana Útlendingastofnunar, um brottvísanir og endurkomubönn einstaklinga, sem synjað var um alþjóðlega vernd hér á landi, voru staðfest af kærunefnd útlendingamála í fyrra?

„Það virðist sem tekin hafi verið ákvörðun hjá stjórnvöldum um að reka harðari stefnu í þessum málaflokki en áður hefur tíðkast, jafnvel eftir endurskoðun laga um útlendinga sem á vissan hátt skýrði reglur en á annan hátt jók líka við ýmiskonar mannúðarsjónarmið. Það eru atburðir að eiga sér stað núna í þessum málum, brottvísun og synjanir sem ég leyfi mér að efast um að standist lög, eins og niðurstöður kærunefndar sýna,“ segir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.

„Það alvarlega í þessu er að á bakvið þessar tölur er fólk, börn, fullorðnir, í leit að vernd. Þetta fólk hefur iðulega ekki fengið samþykkta beiðni um frestun réttaráhrifa á meðan mál er til meðferðar hjá kærunefnd útlendingamála og er því týnt einhvers staðar úti í heimi, ýmist í flóttamannabúðum, vörslu lögreglu fyrir að hafa yfirgefið heimaland ólöglega, eða bara týnt. Það verðum við að hafa í huga alltaf þegar við skoðum þessi mál.“

Helga Vala segir að óskað hafi verið eftir skoðun á Útlendingastofnun og segir að skýrslan hljóti að verða birt fljótlega.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: