- Advertisement -

Aldrei færri fasteignir til sölu

Frá árinu 2006 hafa aldrei verið eins fáar fasteignir til sölu og nú. Ástæður þessa eru hversu lítið er byggt af nýjum íbúðum, mikil aðsókn leigufélaga í íbúðir og svo útleiga til ferðamanna.

Hraðsölur eigna

Aldrei áður hefur tekið eins stuttan tíma að selja eignir og nú. Að meðaltali selst hver íbúð á 23 dögum, en á síðustu tíu ár hefur tekið um 250 daga að selja hverja eign, að jafnaði. Eða meira tífalt lengur en nú.

Alltof lítið byggt

Þú gætir haft áhuga á þessum

Í fyrra var lokið við að byggja 1.500 íbúðir á landinu og þar af 1.200 á höfuðborgarsvæðinu. Þrátt fyrir að það teljist nokkuð mikið á allra síðustu, er staðan samt sú, að þetta er langt frá meðaltali  síðustu þrjátíu ára.

Á höfuðborgarsvæðinu þyrfi að byggja allt að tvö þíusund íbúðir á ári.

Langt í jafnvægi og verð hækkar enn

Ljóst er að langt er í að jafnvægi verði milli framboðs og eftirspurnar. Allt mun þetta leiða til þess að verðhækkanir munu halda áfram. Bæði á höfuðborgarsvæðinu sem og í stærri kaupstöðum á landinu.

Byggt á Hagsjá Landsbankans.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: