- Advertisement -

Alltaf á rauðu ljósi

umferðarljós ekki samtengd. ■ Unnið að lausn í málinu. ■ Getur þó tafist til haustins. ■ Miklar tafir á umferð ■ Ökumenn verða að sýna biðlund

Fortíðin „Ég keyri Suðurlandsbrautina á hverjum degi og nú ber svo við að ég þarf yfirleitt að stoppa á rauðu ljósi á öllum umferðarljósum á leið minni. Það er verið að gera breytingar sem þýða að ljósin eru ekki samstillt. Þetta tefur fyrir öllum vegfarendum og ég tel að þetta skapi einhverja slysahættu,“ segir Helgi Kristófersson, framkvæmdastjóri, í samtali við Blaðið.

Hann segir ennfremur að ástandið á Suðurlandsbrautinni sé orðið þannig að hann aki nú frekar Sæbrautina til vinnu. „Þrátt fyrir að sú leið sé mun lengri er hún engu að síður mun fjótfarnari,“ segir Helgi ennfremur.

Hann bætir við að þrátt fyrir að ástandið sé erfitt núna þá verði það hugsanlega ennþá verra þegar skólarnir hefjast í haust með tilheyrandi umferð gangandi vegfarenda og auknum töfum ökumanna við umferðarljós við gangbrautir.

Dagbjartur Sigurbrandsson er umsjónarmaður umferðarljósa hjá framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Þetta er alveg rétt. Við erum að skipta um stýrikassa fyrir umferðarljósin og eftir er að leggja ljósleiðarana sem tengja ljósin saman. Þau eru þvi ekki samstillt sem getur haft áðurnefnd áhrif. Þetta er kannski sérstaklega áberandi á Suðurlandsbrautinni einmitt núna,“ segir Dagbjartur.

Helgi varð leiður á að bíða á öllum gatnamótum. Allsstaðar var rautt ljós.

„Það er verið að setja upp miðlæga stýringu á umferðarljósum fyrir alla Sæbraut. Helgi Kristófersson er ekki sáttur við þær tafir sem hann verður fyrir á leið sinni til vinnu á morgnana. Skortur á samtengingu milli umferðarljósa sé þar ástæðan. Öllum ljósum var áður stjórnað frá Miklubraut en nú er búið að tæta kerfið allt í sundur og sá búnaður sem stýrði ljósunum áður gerir það ekki lengur. Við erum síðan á fullu við að vinna í nauðsynlegum breytingum.

Það er til að mynda nýlega búið að bjóða út lagningu ljósleiðara á milli ljósanna. Það er ennfremur verið að taka búnaðinn sem á að stýra kerfinu út hjá Simens í Þýskalandi. Hann er hins vegar að verða tilbúinn og verður settur upp í vetur. Ennfremur er verið að setja upp fjölmarga skynjara í götur á þessu svæði. Eftir að kerfið verður komið í gagnið munu þeir nema umferðina og stýra ljósunum að einhverju leyti eftir henni.

Það er aldrei hægt að komast hjá einhverjum óþægindum fyrir ökumenn þegar svona stórframkvæmd er í gangi. Ég hef einmitt fengið fjölmörg símtöl vegna þessa og þegar ég hef útskýrt hvernig í málunum liggur hafa menn tekið þessu mjög vel. Ætli við verðum ekki bara að biðja fólk um að sýna biðlund meðan á þessum breytingum stendur,“ segir Dagbjartur að lokum.

Umræða um gúrkutíð fjölmiðla var á rás 2 í gær. Þar var þessi frétt nefnd semm dæmi um fína frétt sem hefði ekki fengið verðskuldaða athygli á öðrum árstíma. Fréttin birtist í Blaðinu 11. júlí 2006.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: