- Advertisement -

Almenningur treystir ekki krónunni

Almenningur kaupir sér gjaldeyri sem aldrei fyrr. Nú eru um þrettán milljörðum meira inn á gjaldeyrisreikningum einstaklinga en voru um mitt þetta ár. Mogginn greinir frá þessu segir að heimilin í landinu „hamstri“ gjaldeyri.

„Samkvæmt nýjustu samantekt Seðlabanka Íslands hafa innlán heimila í erlendum gjaldmiðlum aukist töluvert á undanförnum mánuðum; voru um 32,5 milljarða króna virði í júlí en námu jafnvirði u.þ.b. 45,7 milljarða í lok október. Eru innistæður á gjaldeyrisreikningum heimila langt yfir meðaltali undanfarinna ára og hafa ekki verið hærri, mælt í krónum, síðan í nóvember 2008.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: