- Advertisement -

Almennir borgarar fái að ávarpa Alþingi

„Forseti skal að jafnaði einu sinni í mánuði…“ „…heimila allt að tíu almennum borgurum að ávarpa þingfund um málefni líðandi stundar. Hvert ávarp má ekki standa lengur en í tvær mínútur. Borgararnir skulu valdir af handahófi úr kjörskrá. Forsætisnefnd setur nánari reglur um framkvæmdina.“

Þannig hljóðar frumvarp sem Píratar hafa lagt fram á Alþingi.

Þeir segja: „ Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum um þingsköp Alþingis um að kjósendum verði heimilt að ávarpa þingfund um málefni líðandi stundar en ekki að þeir hafi rétt til að flytja frumvörp til laga og tillögur til ályktana eða taka þátt í störfum þingsins að öðru leyti.“

„Að mati flutningsmanna felur frumvarpið ekki í sér þörf á slíkri breytingu á stjórnarskrá og stendur því ekki í vegi fyrir því að breyta þingsköpum með þeim hætti sem lagt er til í frumvarpinu.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þá segja Píratar: „Flutningsmenn telja að með samþykkt frumvarpsins verði Alþingi í forystu um eflingu lýðræðis og þátttöku almennings í stjórnmálum.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: