- Advertisement -

Alþingi svarar ekki þingmanni

Alþingi Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, vill fá að vita hvaða þrír þingmenn fengu hæstu greiðslur frá Alþingi vegna aksturs á ákveðnu árabili. Alþingi svarar því ekki. Því fæst ekki uppgefið hvaða þingmenn þiggja hæstu akstursstyrkina.

Björn Leví er svarað um hvernig kostnaður vegna aksturs þingmanna og gistinga innanlands skiptist milli kjördæma, en ekkert umfram það.

Rök Alþingis fyrir þögninni eru þau að akstur einstakra þingmanna innan lands fari eftir mjög skýrum reglum sem eru opinberar og öllum aðgengilegar. „Umfang hans og kostnaður er rakinn í fyrri liðum þessa svars. Litið er svo á að hann tengist starfi alþingismanna fyrir umbjóðendur, varði samband þeirra við kjósendur og sé því þeirra mál eins og ýmislegur annar kostnaður við starf þingmanna.“ Þess vegna, segir Alþingi, hafa ekki verið veittar frekari upplýsingar.

„Skrifstofan hefur því ekki unnið sérstaklega úr bókhaldi þingsins yfirlit yfir akstur hvers og eins þingmanns til birtingar heldur aðeins takið saman heildarkostnað af akstri þingmanna samkvæmt endurgreiddum reikningum. Endurskoðun á þessum kostnaði, eins og öðru í bókhaldi Alþingis, er á vegum Ríkisendurskoðunar.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: