- Advertisement -

Alþingi: Týndust tíu þúsund töflur?

Alþingi ræðir, á þingfundi á morgun, fyrirspurn Smára McCarty Pírata til Óttarrs Proppé heilgbrigðisráðhera um lyfjakráningu.

Smári vill vita hvernig háttað er villuprófun og almennri gæðavöktun á lyfjagagnagrunni embættis landlæknis. Og ekki bara það. Smári spyr: „Hvaða skýringar eru á 10.000 taflna ofskráningu á ávísunum á amfetamínsúlfat í lyfjagagnagrunni embættis landlæknis á tímabilinu september 2015 til mars 2016, sem voru síðar innkallaðar í mars 2016?“

Smári finnur að fleiru og spyr: „Hvaða skýringar eru á því að embætti landlæknis lokaði málinu haustið 2016 með 1.985 taflna ofskráningu enn óútskýrða?“

Samkvæmt þessu má álykta að eitthvað sé að: „Eru frekari of- eða vanskráningar enn óútskýrðar hjá embætti landlæknis? Ef svo er, hvert er umfang þeirra og um hvaða lyf er að ræða?“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Svör við þessum spurningum koma fram á þingfundi á morgun.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: