100 orð um óþol í garð Vigdísar

Það munar um Vigdísi Hauksdóttur. Andstæðingum hennar er ekki skemmt. Þeir hafa oft uppi stór orð um ágæti hennar. Óþarflega stór, á stundum.

Sá sem þetta skrifar hefur í opnum póstum, og eins í lokuðum, fengi yfir sig allskyns „sendingar“ vegna fréttaskrifa um framgöngu Vigdísar innan borgarpapparatsins. Þar eru oft notuð óþarfa stór orð.

Eftir á að hyggja er sem andstæðingar Vigdísar hafi reynt að gera hana ómarktæka. Fæla aðra frá að fjalla um orð hennar og gerðir. Vitandi að hún hættir aldrei. Einkum þegar hún sér sóknarfæri sem eru mörg þessa dagana.

-sme

(Hér má sjá eina, kannski uppáhalds athugasemd, vegna fréttaflutnings Miðjunnar, af störfum Vigdísar sem borgarfulltrúa).

100 orð