Borga milljarðatugi í Noregi – fá það sama nánast frítt hér

Árni Gunnarsson fyrrrverandi fréttamaður og alþingismaður.

Á mánudaginn bauð norska stjórnin upp leyfi til eldis á 11.879 tonnum af laxi. Kaupendur greiddu 2,3 milljarða norskra króna fyrir þetta magn, eða liðlega 2,5 milljónir íslenskra króna fyrir tonnið. Þessi leyfi voru seld á 2 dögum og var heildarverðið 30,5 milljarðar íslenskra króna
Hér á landi greiða laxeldisfyrirtæki 2-3 milljónir fyrir leyfi til eldis, án tillits til magns. Íslensku fyrirtækin hafa yfirleitt verið stofnuð af Íslendingum, stundum ásamt Norðmönnum, og síðan seld Norðmönnum fyrir milljarða króna. Nú eiga Norðmenn flest stærstu eldisfyrirtækin her á landi, hirða arðinn af rekstrinum og flytja hann úr landi.
Ef þetta norska leyfisgjald er yfirfært á útgefin laxeldisleyfi her á landi, þá væri niðurstaðan þessi:
Arnarlax hf. með 10.000 tonn í Arnafirði, þyrfti að greiða 25,6 milljarða íslenskra króna.
Arnarlax hf. og Arctic Sea Farm hf. í Patreksfirði og Tálknafirði með samtals 17.500 ton, þyrftu að greiða 44,9 milljarða króna.
Laxar fiskeldi hf. í Reyðarfirði með 6.000 ton, þyrftu að greiða samtals 15,4 milljarða.
Íslensk stjórnvöld afhenda hins vegar heimildir til laxeldis í hafi, sem er þjóðareign, fyrir nánast ekki neitt. Það kemur því ekki á óvart hve Norðmenn sækja fast að fá að ala lax í sjó við Ísland. Enn og aftur láta Íslendingar ræna auðlindum sínum og afhenda þær útlendingum fyrir óverulegar fjárhæðir.
Hve lengi ætla stjórnvöld að láta þetta viðgangast og hve lengi ætlar þjóðin að horfa á rán um hábjartan dag, án þess að mótmæla. Höfum við ekki fengið nóg af gjafakvótanum?

Árni Gunnarsson.

Stjórnsýsla