Efnisorð

Viðskipti

Olíuverð hríðfellur

Ólafur Margeirsson hagfræðingur skrifar: Allt að gerast á olíumarkaði, verðið komið niður fyrir $56 á tunnu (grafið er tveggja daga gamalt) og búið að falla um næstum 30% síðan í október. Ástæðan: almennur ótti um að það sé að hægjast á vexti hagkerfa heimsins (sem þýðir að vöxtur eftirspurnar eftir olíu ætti að dragast saman). Ég sé líka svipaðan ótta á fasteignamörkuðum heimsins (en þar hafa áhrifin verið að dregið hefur úr viðskiptum).

Lækkunin á olíuverði kemur Íslandi, sem olíuneytanda, vitanlega ágætlega. Þetta dregur úr þrýstingi á verðlagshækkanir – og vitanlega kemur sér afskaplega vel fyrir flugfélögin líka sem dæmi.

Fengið af Facebooksíðu Ólafs.

„Hluthafa í Icelandair hf. varðar ekkert um þjóðarhag“

[caption id="attachment_6899" align="alignleft" width="408"] Vilhjálmur Bjarnason: „Önnur spurningin er: Eykur þessi eign verðmæti hluthafa? Hin spurningin er: Er verðið rétt?“[/caption]

Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi alþingismaður og framkvæmdastjóri Félags fjárfesta, skrifar grein í Mogga dagsins. Vilhjálmur fjallar um WOWair og Icelandair og væntanlega yfirtöku þess félags á WOWair.

Að venju hefur Vilhjálmur ákveðnar skoðanir. Greinin er löng en einn hluti hennar er virði sérstakrar athygli:

„Fyrir hluthafa í Icelandair hf. eru aðeins tvær spurningar sem skipta máli í kaupum á WOW air. Önnur spurningin er: Eykur þessi eign verðmæti hluthafa? Hin spurningin er: Er verðið rétt? Hluthafa í Icelandair hf. varðar ekkert um þjóðarhag. Það eru kjörnir fulltrúar sem skulu hafa þær áhyggjur. Hluthafa í Icelandair hf. varðar ekkert um það hver eru áhrif áframhaldandi starfrækslu WOW air á samkeppni. Það er ekki hlutverk hluthafa í öðrum hlutafélögum að viðhalda samkeppni, frekar en það er hlutverk banka og fjármálafyrirtækja að byggja upp og viðhalda samkeppni á öðrum sviðum en fjármálamarkaði.“

„Þegar viðskipti af þessu tagi eiga sér stað verður að gæta þess að andlagið í viðskiptunum hafi þá eiginleika sem ætla má samkvæmt upplýsingum sem lágu fyrir þegar samningar voru gerðir. Hvað ef svo er ekki? Nærtækast er að spyrja: Hvaða verðmæti eru í seldum flugmiðum? Hvað kostar að flytja þá farþega, sem eiga bókað hjá WOW ir? Ef tap verður af þeim flutningi, þá verður það í raun til að lækka verð á hinu selda andlagi ef rétt er reiknað til verðs. Og hvað með það þótt WOW air hverfi af sjónarsviðinu? Varðar hluthafa í Icelandair hf. eitthvað um það hvernig afkoman verður á hótelum á Íslandi? Hvað gerist ef þessi kaup verða ekki efnd vegna þess að andlagið er ekki eins og því var lýst? Þá kemur upp stór spurning: Hvað vissu eftirlitsaðilar um fjárhagsstöðu WOW air? Því þarf að svara ef farþegar WOW air ná ekki að ljúka ferðalagi sínu áður en rekstri félagsins verður hætt.“

Víst er að ekki verði allir sammála Vilhjálmi. Icelandair group á nokkur hótel, svo eitt dæmi sé tekið.

Kæra borgina til Samkeppniseftirlitsins vegna Mathallarinnar á Hlemmi

[caption id="attachment_19124" align="alignleft" width="427"] Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Hér er hann í viðtali í sjónvarpsþætti.[/caption]

„Félag atvinnurekenda hefur sent Samkeppniseftirlitinu erindi, í framhaldi af kvörtunum nokkurra félagsmanna, og farið fram á að stofnunin taki til skoðunar samning Reykjavíkurborgar við rekstraraðila Hlemms Mathallar ehf., með tilliti til þess hvort hann feli í sér opinberan styrk sem raski samkeppni á markaði,“ segir á vef félagsins.

Þar segir að fram hafi komið að áætlaður kostnaður borgarinnar við breytingar á húsnæðinu var í upphafi rúmlega 107 milljónir, en heildarkostnaðurinn endaði í rúmlega 308 milljónum. „Þá hafi leiguverð húsnæðisins samkvæmt samningi í febrúar 2016 verið kr. 1.012.000 á mánuði, en viðauki hafi verið gerður við samninginn í maí 2017 þar sem leigan var hækkuð upp í kr. 1.143.179 á mánuði, vegna framkvæmda að ósk leigutaka. Miðað við verðlag í október 2018 er leigan kr. 1.209.254 á mánuði eða kr. 14.511.049 á ársgrundvelli, samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg. Samkvæmt leigusamningnum er hið leigða húsnæði 529 fm og leiguverð á fermetra því tæpar 2.300 krónur.“

„FA er talsmaður jafnt fyrirtækja í veitingarekstri og félaga sem leigja út húsnæði til veitingastaða. Samkvæmt þeim upplýsingum sem FA hefur aflað sér er markaðsleiga í nágrenni mathallarinnar að jafnaði um þreföld sú fjárhæð sem leigusamningur um mathöllina kveður á um. Virðist rekstraraðili mathallarinnar þannig fá húsnæðið til leigu á þriðjungi markaðsleigu, þvert á þau áform sem fram komu í auglýsingu borgarinnar frá 12. júní 2015, auk heimildar til framleigu,“ segir í erindi FA til Samkeppniseftirlitsins.

„Þá er ljóst að hið umsamda leiguverð getur ekki með nokkrum hætti staðið undir kostnaði borgarinnar við framangreindar framkvæmdir sem námu um 308 milljónum króna og munu hafa verið kostaðar með lánsfé. Óhætt mun að fullyrða að ekkert leigufélag á almennum markaði hefði getað leyft sér slíkan framúrakstur í kostnaði vegna framkvæmda, a.m.k. ekki án þess að taka upp leigusamninga. Er það mat félagsins að leigusamningur Reykjavíkurborgar við Hlemm – Mathöll ehf. feli í sér opinberan styrk við einkaaðila í samkeppnisrekstri sem raski samkeppni á markaði. Ekkert bendir til að eðli rekstrarins sé frábrugðið rekstri annarra mathalla eða matartorga með þeim hætti að hann verðskuldi sérstaka fyrirgreiðslu á kostnað skattgreiðenda.“

„Samkvæmt samkeppnislögum er það hlutverk Samkeppniseftirlitsins að gæta þess að aðgerðir opinberra aðila takmarki ekki samkeppni og benda stjórnvöldum á leiðir til þess að gera samkeppni virkari og auðvelda aðgang nýrra samkeppnisaðila að markaði. FA fer þess  á leit við Samkeppniseftirlitið að taka til skoðunar hvort leigusamningur Reykjavíkurborgar við rekstraraðila Hlemms Mathallar ehf. raski samkeppni. Stofnunin beini eftir atvikum tilmælum til borgarinnar um úrbætur,“ segir einnig á vef Félags atvinnurekenda.

Lesa meira

Voru framin lögbrot með kaup á bréfum Icelandair?

„Sá sem keypti á innan við 7 fyrir helgi getur nú selt á 11. Það er um 60% hækkun á fáeinum dögum. Ekki slæmt fyrir hinn „heppna“.

Þannig skrifar Ketill Sigurjónsson sem birti meðfylgjandi graf þar sem sést hvenær viðskipti með bréf Icelandair jukust, skömmu fyrir tilkynnninguna um yfirtökuna á WOWair.

Eðlilega er spurt hvers vegna viðskipti með bréfin fóru af stað skömmu áður en yfirtakan var tilkynnt. Innherjaviðskipti, er meðal þess sem fólk á samfélagsmiðlum spyr sig.

Lögmaðurinn Ómar R. Valdimarsson tók þátt í umræðunni:

„Það eru yfirgnæfandi líkur á því að þarna hafi átt sér stað viðskipti byggð á upplýsingum sem markaðurinn hafði ekki. Sést líka hvað viðskiptin aukast mikið í aðdraganda tilkynningarinnar. Það er ekki nokkur vafi — ekki snefill — að einhverjir munu fá heimsókn frá héraðssaksóknara á næstu dögum eða vikum.“

Icelandair leitar enn að forstjóra

Tveimur mánuðum eftir að Björgólfur Jóhannsson hætti sem forstjóri hefur nýr forstjóri ekki verið ráðinn. Bogi Nils Bogason, sem var fjármálastjóri félagsins, gegnir stöðu forstjóra meðan leitað er að nýjum.

Túristi fjallar um málið og segir meðal annars:

„Sem fyrr segir eru nú tveir mánuðir frá því að Björgólfur lét af starfi sínu og það er ekki óalgengt að það taki tíma að finna nýja forstjóra í fluggeiranum. Núverandi forstjóri SAS tók til að mynda við rúmu hálfu ári eftir að forveri hans hætti. Og um áramótin fær starfsfólk Finnair nýjan forstjóra en þá verða liðnir sjö mánuðir frá því að sá sem gengdi starfinu á undan tilkynnti um afsögn sína.“

Enginn vill Heimavelli

Leigufyrirtækið Heimavellir er ekki meðal vinsælustu fyrirtækja landsins. Upplausnarverð fyrirtækisins er talsvert meira en markaðsvirði þess.

Þetta má lesa í viðskiptablaði Moggans. „Markaðsverðmæti leigufélagsins Heimavalla er 29% lægra en nýtt verðmat ráðgjafafyrirtækisins Capacent frá 22. október segir til um. Capacent verðmetur gengi félagsins á 1,42 kr. hlut á meðan markaðsverðmæti hvers hlutar er 1,1 kr. Markaðurinn metur því fyrirtækið á 12,4 milljarða á meðan Capacent metur fyrirtækið á 16 milljarða,“ segir þar.

Og síðan þetta: „Í verðmati Capacent frá því í júlí kom fram að réttast væri fyrir eigendur Heimavalla að selja eignir sínar og leysa félagið upp og sú staða er enn uppi enda var bókfært virði eigin fjár fyrirtækisins um mitt þetta ár 18,6 milljarðar króna, 7,2 milljörðum hærra en markaðsverðmæti fyrirtæksins. „Ef eitthvað er þá hefur markaðsverð Heimavalla lækkað. Það gæti því verið enn hagstæðara að selja eignirnar,“ segir Snorri Jakobsson hjá fjármála og hagfræðiráðgjöf Capacent við ViðskiptaMoggann.“

Vantar 88 milljónir í þrotabúið

„Lögmennirnir þrír sem skipaðir voru bústjórar yfir þrotabúi Primera air Scandinavia
segjast aðeins finna lítinn hlut af þeim eignum sem stjórnendur félagsins gáfu upp.“

Þetta kemur fram á turisti.is.

„Þegar Primera air, flugfélag Andra Más Ingólfssonar, varð gjaldþrota um mánaðarmótin fengu bústjórar fyrirtækisins í Danmörku þær upplýsingar að inn á bankareikningi þess væru um 93 milljónir íslenskra króna (5,1 milljón danskar kr.). Ekki reyndist innistæða fyrir því þar sem aðeins hafa fundist 4,5 milljónir króna (250 þús. danskar kr.) inn á reikningum flugfélagsins,“ segir í frétt turista.is.

„Núna erum við í rauninni að vinna frítt og það eru ekki margir lögfræðingar til í þess háttar,” segir Morten Hans Jakobsen bústjóri í viðtali við Jyllands Vestkysten.

Farseðlar seldir á þriðjungi kostnaðar?

„Bandarísku borgunum í leiðakerfi WOW air fækkar um að minnsta kosti þrjár á næsta ári. Miðað við sætanýtingu og fargjöldin sem nú eru í boði er ljóst að þessi útgerð getur skilað umtalsverðu tapi,“ segir á frétt á turisti.is.

„Það voru forsvarsmönnum flugmála í St. Louis vonbrigði að stjórnendur WOW air hafi ákveðið að hætta áætlunarfluginu þangað þann 7. janúar næstkomandi,“ segir í fréttinni.

„Það kostar WOW nefnilega um 5,6 milljónir að fljúga 200 sæta Airbus þotu til Cleveland og ef 3 af hverjum 4 sætum eru bókuð þá þurfa farþegarnir að jafnaði að borga nærri 37 þúsund krónur svo ferðin standi undir sér. 13 þúsund króna farmiðinn er því nærri á þreföldu undirverði.“

Þetta er bein tilvitnun í frétt á Túrista, turisti.is.

Arion í vanda vegna Primera

 

Túristi segir frá að hlutabréf í Arion, sem eru skráð í kauphöllina í Stokkhólmi, hafi  lækkað um 13,5 prósentum eftir fyrstu viðskipti í dag, en lækkunin núna er um 6 prósent.

Arion verður fyrir höggi vegna falls Primera air. Sjá nánar hér.

Hvaðan fær bankinn peningana?

Landsbankinn greiddi í gær 9,5 milljarða króna í sérstaka arðgreiðslu. Bankinn hefur þar með greitt 24,8 milljarða króna í arð árinu 2018 og alls nema arðgreiðslur bankans um 131,7 milljörðum króna frá árinu 2013. Um 99,7% af arðgreiðslum ársins renna í ríkissjóð.

Má þá segja að vextirnir, verðtryggingin og allt hitt sé óbeinn skattur?

Krafa fjármálaráðherra um arðgreiðslur er krafa um hærra verð á allri þjónustu sem bankinn selur, dýrum dómi.

Alls nema arðgreiðslur bankans á árunum 2013-2018 um 131,7 milljörðum króna. Eigið fé Landsbankans var 232,1 milljarðar króna 30. júní sl. og eiginfjárhlutfallið var 24,1% og hafði þá verið gert ráð fyrir áhrifum arðgreiðslna á árinu 2018.

Björgólfur hættur hjá Icelandair

Túristi flytur þá frétt að Björgólfur Jóhannsson hafi sagt starfi sínu lausu sem forstjóri Icelandair Group. „Bogi Nils Bogason, fjármálastjóri félagsins, mun tímabundið taka við starfi forstjóra á meðan stjórn mun finna félaginu forstjóra til framtíðar. Þetta kemur fram til í kauphallartilkynningum frá félaginu nú í kvöld. Þar kemur jafnframt fram að afkomuspá félagsins hafi verið lækkuð,“ segir í fréttinni á turisti.is,

„Lækkun afkomuspárinnar skýrist fyrst og fremst af því að tekjur verða lægri en áður hafði verið gert ráð fyrir. Fyrir því eru einkum tvær ástæður; í fyrsta lagi gerðum við enn ráð fyrir því við gerð seinustu afkomuspár að meðalfargjöld á seinustu mánuðum ársins myndu hækka, meðal annars í takt við kostnaðarhækkanir flugfélaga. Við teljum nú að þessar hækkanir muni skila sér síðar, þ.e. ekki fyrr en á árinu 2019,” segir Björgólfur á turisti.is

Sjá nánar hér.

Barlómur bankastjórans

Gunnar Smári skrifar: Hér kvartar bankastjóri yfir að arðsemi eigin fjár bankans hans sé ekki nema 18,5 prósent (það tekur eigendur bankans fimm ár á tvöfalda eigur sínar, fimmtán ár að tífalda þær og 28 ár að hundraðfalda þær), að hann fái ekki bónusa eins og fyrir Hrun og íslenskt stjórnvöld skuli leggja hærri eiginfjárkröfu á íslenska banka en í útlöndum; maðurinn hefur gleymt því að íslenskir bankar hrundu yfir almenning fyrir tæpum tíu árum.

Skrítin gleymska því þessi sami maður var einn af lykilmönnunum í að byggja upp það bankakerfi sem þá hrundi. Nú vill hann leiðbeina okkur um hvernig byggja á upp banka.

Um daginn bjargaði hann eigendum Gamma, sem höfðu spilað sig inn í lausafjárvanda í spilavítiskapítalismanum, reyndi að laga Kviku með því að þenja þann banka upp með auknum umsvifum og veðja á áframhaldandi vöxt.

Þegar hlutabréfamarkaðurinn frís og augljóslega er að draga úr gróða í spilavítinu þá kemur hann vælandi og vill að skattborgarar lækki skattana á bankana (svo hann geti borgað sér og eigendunum meira) og að eiginfjárkrafan verði lækkuð svo hann geti aukið enn áhættuna í rekstrinum og farið fyrr á hausinn.

Ef ríkisstjórnin væri ekki á bandi braskaranna ætti hún að taka þetta viðtal sem varúðarflaut og gera allt öfugt við það sem þessi maður biður um; hækka eiginfjárkröfuna, setja harðari reglur um bónusgreiðslur og hækka skatta á banka til að gera svo mætt falli þeirra innan tíðar.

Hagnaður af daglegu okri

[caption id="attachment_10828" align="alignleft" width="160"] Gunnar Smári Egilsson.[/caption]

7,1 milljarða króna hagnaður í sex mánuði af rekstri banka sem er um 30% af bankakerfinu; hver hefur efni á slíkum lúxus? Þetta gera tæplega 50 milljarðar á ári fyrir allt bankakerfið; eða um 3% af landsframleiðslu. Og nú er ekki hægt að afsaka ofurhagnaðinn með að verið sé að endurmeta hruneignir; þetta er meira og minna hagnaður af daglegu okri á fólki og fyrirtækjum.

Þetta óskapnaðarkerfi fær að vella áfram óáreitt yfir samfélagið eins og við getum ekki lifað án þess, þessu trúa stjórnvöld, verkalýðshreyfingin, fjölmiðlarnir, háskólasamfélagið … gott ef ekki þjóðkirkjan líka. Og það eru ekki liðin tíu ár síðan bankakerfið hrundi yfir almenning; át upp kaupmáttinn, magnaði upp skuldirnar og þröngvaði þúsundum fjölskyldna ofan í djúpa fátækt.

En svokölluð vinstri stjórn Samfylkingar og Vg endurreisti bankana svo þeir gætu áfram stýrt samfélaginu og blóðmjólkað almenning. Fasteignabólan, þar sem byggt er fyrir þá sem ekki þurfa en ekkert fyrir þau sem eru í neyð, er í boði bankana. Stjórnvöld hafa falið þeim að semja og framfylgja húsnæðisstefnu fyrir okkur.

Til hvers erum við að þessu? Að þjóna fyrst og fremst bönkum, færa þeim fórnir, 3% af öllum krónum sem ferðast um hagkerfið og fela þeim drottnunarvald yfir atvinnurekstri og fjölskyldum? Er það vegna góðrar reynslu? Engin þjóð í heiminum sættir sig við bankakerfi sem dregur til sín í hagnað 3% af landsframleiðslu.

Í Bandaríkjunum þar sem fyrirferð, græðgi og ofurvald Wall Street hefur verið eitt af meginþemum stjórnarmálaumræðunnar áratugum saman er samanlagður hagnaður bankakerfisins vel undir 1% af landsframleiðslu. Hvað er að okkur Íslendingum? Er þol okkar fyrir vitlausum og óréttlátum kerfum takmarkalaust?

Þegar Kári Stefánsson lagði til að 11% af landsframleiðslu færi til heilbrigðismála risu margir í stjórnmálaumræðunni upp og sögðu þetta óraunhæft markmið, jafnvel ekki æskilegt, þrátt fyrir að hátt í 90 þúsund manns hefðu krafist þess að við þetta yrði staðið.

Með því að berja íslenska bankakerfið í það ógeð sem Wall Street er; mætti losa um hagnaðartöku þess í samfélaginu og koma framlögum til heilbrigðiskerfisins upp fyrir það sem Kári og þessi níutíu þúsund báðu um.

Ég spyr aftur: Hvað er að okkur Íslendingum? Erum við svona vitlaus? Siðlaus? Duglaus? Rænulaus?

Gunnar Smári Egilsson.

Heimavellir ofmetnir um fimm milljarða

Ekki er loku fyrir það skotið að leigufélagið Heimavellir verði leyst upp. Bókfært eigið fé Heimavalla er fimm milljörðum hærra en markaðsvirði félagsins. Þetta kemur fram í Mogganum í dag.

Þar er rætt við Snorra Jakobsson, hjá fjármála- og hagfræðiráðgjöf Capacent, sem skilur ekki  að verkalýðsforingjar bendi á hversu leiguverð hefur hækkað mikið, einkum hjá leigufyrirtækjum einsog Heimavöllum.

Snorri þess bendir á það sem honum þykur mikil þversögn í umræðu um leigufélögin á markaðnum. Verkalýðsleiðtogar gagnrýni félögin fyrir meinta gróðahyggju, en ljóst sé að ef félögunum fatist flugið, þá myndi leiguíbúðum fækka og leiguverð hækka. „Maður áttar sig ekki á hvaða hagsmuni verkalýðsleiðtogar bera fyrir brjósti í þessum efnum.“

Heimavellir voru skráðir í Kauphöll Íslands í maí og voru hlutabréfin boðin fjárfestum á genginu 1,38- 1,71 í frumútboði. „Niðurstaða útboðsins var hinsvegar talsvert lægri og hefur gengi bréfanna lækkað síðan og stendur nú í 1,18. Miðað við það er markaðsvirði félagsins um 13 milljarðar króna. Nýtt verðmat Capacent á félaginu hljóðar upp á gengið 1,64 krónur á hvern hlut.“

Hefur trú á Skúla og Björgólfi

„Samhliða örum vexti ferðaþjónustunnar hefur vöxtur félaganna verið ævintýralegur. Rekstur þeirra er augljóslega erfiðari en á undanförnum árum meðal annars vegna hærri olíukostnaðar, launakostnaðar og annara áskorana sem fylgja örum vexti. Ég hef fulla trú á stjórnendum félaganna til þess að bregðast við breyttum aðstæðum og stýra félögunum yfir á beinu brautina.”

Þetta eru viðbrögð Sigurðar Inga Jóhannssonar samgönguráðherra við frétt Túrista þar sem segir meðal annars: „Samanlagt standa Icelandair og WOW air undir um 8 af hverjum 10 flugferðum frá Keflavíkurflugvelli. Mikilvægi fyrirtækjanna tveggja fyrir samgöngur til og frá landinu er því mikið og þar með fyrir ferðaþjónustuna sem er ein af undirstöðu atvinnugreinum þjóðarinnar. Staða flugfélaganna tveggja hefur hins vegar veikst síðustu misseri eins og fram kom í tilkynningum frá flugfélögunum í síðustu viku.“

„Þannig gera áætlanir forsvarsfólks Icelandair nú ráð fyrir nokkru minni hagnaði í ár en áður hafði verið spáð. Fyrir helgi birti WOW air svo loks afkomu sína fyrir síðasta ár og niðurstaðan var tap upp á rúma 2,3 milljarða. Það er mikill viðsnúningur frá árinu 2016 þegar hagnaðurinn nam nærri 4 milljörðum.“

„Aðspurður um þessa versnandi stöðu segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, að hann hafi trú á stjórnendum flugfélaganna

Samkvæmt svari frá samgönguráðuneytinu þá kallaði ráðuneytið fyrr á þessu ári eftir upplýsingum frá Samgöngustofu um framkvæmd á á fjárhagsmati á flugrekendum. En sú stofnun fer með eftirlit með rekstrarhæfi flugrekenda,“ segir á turista.is.

Viðskiptaráð vill samráð milli bankanna

„Þá telur Viðskiptaráð að á örmarkaði sé nauðsynlegt að fjármálastofnanir eigi í samstarfi um ákveðna grunninnviði sem getur náð m.a. til greiðslumiðlunar og upplýsingatækni,“ segir meðal annars á vefsíðu Viðskiptaráðs.

„Jafnframt er lögð áhersla á að bankaskatturinn verði afnuminn sem fyrst til þess að draga úr kostnaði neytenda, stuðla að lægri vöxtum og auka virði bankanna. Fjármálakerfið þarf að vera búið undir tæknibreytingar og meðal annars sökum þess að einkaaðilar eru betri til að stýra þeirri vegferð ætti ríkið að selja bankana eins fljótt og auðið er,“ segir Viðskiptráð.

Viðskiptaráð segir: „Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til starfshóps um Hvítbók fjármálakerfisins. Í umsögninni leggur Viðskiptaráð áherslu á að einkaframtakið og samkeppni fái að njóta sín á fjármálamarkaði eins og hægt er. Fjármálamarkaðir og bankar eru þó, eins og reynslan sýnir, nokkuð ólíkir annarri starfsemi sem réttlætir að um hana gildi aðrar reglur og annars konar eftirlit en í öðrum atvinnugreinum. Eftirlit, regluverk og umgjörð má þó aldrei vera of íþyngjandi og á kostnað neytenda en Viðskiptaráð óttast að það hafi verið raunin síðustu ár.“

Eyþór, ógreiddir og ólöglegir ríkisstyrkir

Morgunblaðið í dag segir í frétt frá vangreiddum ríkisstyrkjum til fyrirtækja. Ekki fæst betur séð en Eyþór Arnalds hafi setið í stjórn eða stýrt tveimur þeirra fyrirtækja sem hafa ekki borgða ólöglega ríkisstyrki, að fullu eða að mestu.

„Tek­ist hef­ur að end­ur­heimta tæp­ar 10 millj­ón­ir af um 35 millj­óna króna fjár­hagsaðstoð ís­lenska rík­is­ins vegna íviln­un­ar­samn­inga um ný­fjár­fest­ing­ar sem ESA, Eft­ir­lits­stofn­un EFTA, lýsti ólög­mæta haustið 2014. Þetta kem­ur fram í skrif­legu svari Ingva Más Páls­son­ar, skrif­stofu­stjóra í at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­inu, við fyr­ir­spurn Morg­un­blaðsins.“

Þetta er bein tilvitnun í frétt í Morgunblaðinu í dag.

Í Moggafréttinni segir ennfremur: „Sam­tals feng­ust um 9,6 millj­ón­ir end­ur­greidd­ar og kom það allt frá einu fyr­ir­tæki af þrem­ur sem ríkið hafði veitt fjár­hagsaðstoð eft­ir íviln­un­ar­samn­ing, Becrom­al við Eyja­fjörð vegna álþynnu­verk­smiðju. Eng­in end­ur­greiðsla fékkst frá tveim­ur öðrum fyr­ir­tækj­um sem fengið höfðu íviln­an­ir á þess­um tíma, GMR stálend­ur­vinnslu og Ver­ne gagna­ver­um. Aðstoðin við fyr­ir­tæk­in þrjú er met­in á 34,8 millj­ón­ir króna. Fyr­ir­mæli ESA vörðuðu fimm íviln­un­ar­samn­inga, en tveir þeirra, við Thorsil vegna kís­il­málm­verk­smiðju á Þor­láks­höfn og GSM vegna kís­il­málm­verk­smiðju í Helgu­vík, urðu ekki að veru­leika.“

Tvö fyrirtækjanna tengjast borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, Eyþóri Arnalds, það eru GMR stálvinnslan og Becromal.

Í frétt Moggans segir einnig: „Rík­isaðstoðin við Becrom­al nam í heild tæp­lega 25 millj­ón­um króna. Aðstoðin við GMR vegna stálend­ur­vinnsl­unn­ar á Grund­ar­tanga nam 7,1 millj­ón króna og við Ver­ne gagn­ver á Reykja­nesi 2,9 millj­ón­um króna. Hvor­ugt síðarnefndu fyr­ir­tækj­anna end­ur­greiddi. GMR var tekið til gjaldþrota­skipta og ekk­ert fékkst upp í kröfu rík­is­ins í þrota­búið. Aðstoðin við Ver­ne var met­in inn­an svo­kallaðrar „de mini­m­is“-aðstoðar, sem telst ekki til­kynn­ing­ar­skyld rík­isaðstoð. Sama er að segja um þann hluta aðstoðar­inn­ar við Becrom­al sem ekki var end­ur­greidd­ur, rúm­ar 15 millj­ón­ir króna.“

Síminn móðgaðist og fær hálfa milljón

Viðskipti Neytendastofa hefur sektað Erling Frey Guðmundsson, framkvæmdastjóra Gagnaveita Reykjavíkur, vegna skrifa hans um Símann. Grein framkvæmdastjórans birtist í Fréttablaðinu fyrir réttu rúmu einu ári.

Forstjórinn þykir hafa verið of stóryrtur og verður að borga hálfa milljón fyrir vikið. Síminn kvartaði undan greininni og því sem þar segir. Úrskurðurinn er mjög nákvæmur.

Hér að neðan má sjá greinina og þær staðhæfingar framkvæmdastjórans sem fóru yfir strikið.

Lífeyrissjóðir settu hálfan milljarð til viðótar í United Silicon

Viðskipti Eftir að ljóst var að rekstru United Silicon ákváðu stjórnendur þriggja lífeyrissjóða að verja tæpum hálfum milljarði til viðbótar í hið illa stadda fyrirtæki. Eina skilyrði var að þeir peningar fengju tvöfalt vægi þegar og ef atkvæði verða greidd um rekstur fyrirtækisins.

United Silicon er í greiðslustöðvun og er að auki í ónáð allra. Bæjarráð Reykjanesbæjar telur nauðsynlegt að rekstur verksmiðjunnar verði stöðvaður sem allra fyrst.

Sá hálfi milljarður sem lífeyrissjóðirnir þrír, þ.e. Festa, Frjálsi lífeyrissjóðurinn Eftirlaunasjóður flugmanna, er ekki einu peningar úr lífeyrissparnaðinn landsmanna sem eru í stórhættu vegna United Silicon.

Í Morgunblaðinu í dag segir að sjóðirnir þrír hafi varið 2,2 milljörðum til fyrirtækisins. United Silicon er stórskuldugt félag og aflar ekki tekna fyrir rekstri og afborgunum. Meðal þess sem er í stórhættu er sparnaður fjölda Íslendinga.

Bankaokur í boði hins opinbera

[caption id="attachment_8181" align="alignright" width="138"] Frosti Sigurjónsson. „…og fela t.d. Landsbankanum að stuðla að bættri þjónustu á betra verði, í stað þess að hámarka arsemi í fákeppni eins og nú er raunin.“[/caption]

Bankarnir skila umtalsvert minni hagnaði en arðsemiskrafa ríkisins gerir ráð fyrir. Hagnaður af eiginlegum bankarekstri gengur samt betur en áður. Það er ekki síst vegna aukinna tekna af hreinum vaxtatekjum, sem jukust um níu milljarða króna á milli áranna 2015 og 2016.

„Miðað við gríðarsterka eiginfjárstöðu bankanna er algerlega óeðlilegt af hálfu ríkisins að fara fram á meira en 7% arðsemi. Í fyrirtækjum þar sem eigið fé er lítið er áhætta hlutafa meiri og því sanngjarnt að þeir fari fram á hærri arðsemi en það á alls ekki við um bankana í dag. Óhófleg arðsemiskrafa ríkisins til banka sem eru í fákeppni leiðir til þess að landsmenn þurfa að greiða hærri vexti og þjónustugjöld en ella,“ skrifar Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi alþingismaður og þá formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.

Hann var spurður hvort ekki vanti erlendan banka. „Það er óþarfi, í raun væri nóg að fjármálaráðherrann tæki ákvörðun um að lækka arðsemiskröfuna og fela t.d. Landsbankanum að stuðla að bættri þjónustu á betra verði, í stað þess að hámarka arsemi í fákeppni eins og nú er raunin.“

Ragnar Önundarson segir á sama stað: „Hringavitleysa: ,,Ríkið“ er sameign landsmanna. Það er gervigróði að okra á eigendum sínum.“ Og Marinó G. Njálsson segir: „Arðsemiskrafa ríkisins er algjört rugl og hluti af þessari fjárfestagræðgi sem viðgengst í landinu. Sést vel á því, að þegar Hagar eru loksins að sýna eðlilega arðsemi, þá fellur gengi bréfa fyrirtækisins eins og steinn til botns.“

-sme

Hagar rýrna um 1.500 milljónir á viku

Viðskipti Eftri opnun Costco hefur verðmæti Haga lækkað um meira en átján milljarða, á rétt um tólf vikum. Hagar eru almenningshlutafélag, þar sem lífeyrissjóðir eiga stóran hlut í fyrirtækinu, og því skiptir allan almenning miklu hvernig fyrirtækinu reiðir af við þær breyttu aðstæður sem nú eru uppi.

Í Fréttablaðinu í dag segir: „Gengi hlutabréfa í Högum stóð í 39,4 krónum á hlut þegar markaðir lokuðu á föstudag. Hefur það lækkað um 28,7 prósent frá því að Costco opnaði verslun sína 23. maí síðastliðinn. Á sama tíma hefur markaðsvirði Haga lækkað um 28,8 prósent, úr 64,7 milljörðum í 46,1 milljarð.“

Verðmæti Haga hafa rýrnað um hálfan annan milljarð á viku. Það er frá því að Costco opnaði verslun sína, seint í maímánuði.

Varúð

Forsvarsmenn Haga sendu á föstudagskvöldið frá sér afkomuviðvörunin, þá aðra á einum mánuði. Þar er tilkynnt að EBIDTA félagsins, rekstrarhagnaður fyrir skatta, afskriftir og fjármagnsliði, verði um tuttugu prósentum lægri á öðrum fjórðungi þessa árs en á sama tíma í fyrra.
Enn eru engin viðbrögð sýnileg. Hagar fengu ekki að kaupa Lyfju, það eitt ríður varla baggamuninn. Ljóst er að stjórnendur Haga starfa við gjörbreyttar aðstæður. Hingað til hefur þeim tekist illa upp. Gera verður þær kröfur til þeirra að þeir hressist og bjargi því sem tapast hefur og hið minnsta að þeir stöðvi rýrnun verðmætanna, þ.e. lífyrissparnað flestra Íslendinga.

Mínus

Í Fréttablaðin í dag segir: „Gengi bréfanna fór niður í 38 um miðjan júlímánuð, skömmu eftir að félagið sendi frá sér sína fyrstu afkomuviðvörun, en fyrir utan það hefur hlutabréfaverðið ekki verið lægra í tvö ár. Sérfræðingar á fjármálamarkaði sem Fréttablaðið ræddi við telja líklegt að markaðurinn bregðist nokkuð harkalega við viðvöruninni í dag og að gengið fari langleiðina niður í 37. Líkur séu á því að sala Haga batni eftir því sem líður á árið, en þó sé ólíklegt að gengið fari aftur yfir 40 í bráð.

Í viðvöruninni kom fram að sölusamdrátturinn í júlí hafi verið á sömu nótum og í júní, en þá nam hann 8,5 prósentum milli ára að teknu tilliti til aflagðrar starfsemi.“

-sme

Gjaldeyrisbraskarar fella krónuna, lífskjörin og stöðva vaxtalækkanir

Krónan hefur veikst að undanförnu og virðist mörgum hulun ráðgáta hvers vegna það gerist, og það meðan mikið verður eftir að erlendum gjaldeyri í landinu, nú þegar ferðamannatíminn er í hámarki.

Má vera að svarið sé komið? Einmitt nú geta þeir sem fyrstir nýttu sér fjárfestingarleið Seðlabankans, þ.e. að koma inn með erlendan gjaldeyri, árið 2012, með tuttugu prósenta afslætti , farið út með ávinninginn og innleyst þannig tugi milljarða í gengishagnað, á kostnað alls almennings í landinu og um leið minnkað stórlega lýkur á áframhaldandi vaxtalækkun Seðlabankans. Bæði dagblöðin fjalla um stöðu krónunnar í dag, en hún hefur fallið um nærri tíu prósent síðustu fimm til sex vikurnar.

Í Fréttablaðinu segir: „Vísbendingar eru um að hluti þeirra fjárfesta sem tóku þátt í fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands á fyrri hluta árs 2012 hafi  innleyst fjárfestingar sínar og flutt gjaldeyri úr landi á síðustu vikum. Það gæti hafa átt þátt í gengisveikingu krónunnar undanfarið, að sögn sérfræðinga á gjaldeyrismarkaði sem Fréttablaðið ræddi við, en krónan hefur veikst um níu prósent samkvæmt gengisvísitölu undanfarnar fimm vikur.“

Þegar fjárfestingaleið Seðlabankans varð til, og þeir sem fluttu gjaldeyri til landsins með tuttugu prósenta afslætti, fylgdi jafnframt útganga eftir fimm ár, þ.e. til ársins 2017, ársins í ár. Svo virðist sem menn nýti sér útgönguna með afleitum afleiðingum fyrir okkur hin.

Þó ekki sé vitað hversu mikið þeir sömu og nýttu sér útsölu Seðlabankans hafa nú farið út með gjaldeyri og ótrúlegan hagnað er víst að möguleikar þeirra eru miklir og þá um leið mikil áhrif á gengi krónunnar.

„Um 123 milljónir evra, eða 29,5 milljarðar króna miðað við þáverandi útboðsgengi, komu til landsins í fjórum útboðum á fyrstu sex mánuðum ársins 2012. Fjárfestarnir geta nú innleyst tugi milljarða króna í gengishagnað,“ segir í frétt Fréttablaðsins.

Í ViðskiptaMogganum er bent á að að miklir fjármagnsflutningar hefðu átt sér stað undanfarið og að lífeyrissjóðir væru í auknum mæli að einbeita sér að erlendum fjárfestingum.

-sme

Skúli skemmtir sér með Icelandair

„Ég myndi glaður bjóða þessu ágæta fólki vinnu svo framarlega sem það standist hæfniskröfur okkar,“ segir Skúli Mogensen, forstjóri Wow air í Morgunblaðinu í dag, spurður um viðbrögð við uppsögnum flugmanna hjá Icelandair sem taka gildi í haust.

Skúli kann að nota þau tækifæri sem bjóðast. Þarna lætur hann í það skýna að WOW air geri meiri kröfur um hæfi flugmanna en Icelandair. Sem kunnugt er hefur Icelandair sagt upp 115 flugmönnum. Að auki verða sjötíu flugstjórar færðir niður í stöðu flugmanns.

Í Morgunblaðinu segist Skúli Mogensen taka glaður við flugmönnunum og segir að vissulega séu einhverjar árstíðasveiflur hjá Wow air. „Við höfum reynt að halda í okkar fólk og byggja upp til langs tíma. Höfum haldið úti eins mikilli áætlun og við getum, einnig yfir vetrartímann til að draga úr sveiflum,“ segir hann.

Skúli notar tækifærið, af vanda félagsins sem hann keppir við, til að koma því að að Wow air byggist hratt upp. Hann reiknar með að umfang félagsins tvöfaldist á næstu tveimur árum og starfsmannafjöldinn muni fylgja því. Wow air er nú með um 1.100 starfsmenn.

Landsbankinn gerir upp hrunlánið

Landsbankinn hefur greitt að fullu upp eftirstöðvar skuldabréfa sem gefin voru út til gamla Landsbanka Íslands, nú LBI ehf., vegna eigna og skulda sem færðar voru frá LBI til bankans í október 2008. Þetta má sjá í Hagsjá bankans.

„Við uppgreiðslu námu eftirstöðvar skuldarinnar um 16,2 milljörðum króna en þegar skuldabréfin til LBI voru upphaflega gefin út nam fjárhæð þeirra samtals um 350 milljörðum króna á þáverandi gengi,“ segir þar.

Með uppgreiðslunni lækkar Landsbankinn fjármagnskostnað og losar um leið veðsetningar eigna sem voru til tryggingar skuldabréfunum.

Skuldin var há

„Góður árangur í rekstri og fjármögnun Landsbankans og batnandi efnahagslegar aðstæður hafa gert bankanum kleift að endurgreiða skuldina við LBI mun hraðar en útlit var fyrir. Þótt eftirstöðvar skuldarinnar við LBI hafi ekki verið hærri en raun ber vitni markar uppgreiðsla hennar töluverð tímamót. Skuldin við LBI var á sínum tíma mjög há, öll í erlendri mynt og endurgreiðslutíminn var tiltölulega stuttur. Landsbankinn nýtur sífellt betri kjara á erlendum lánsfjármörkuðum og með því að greiða upp óhagstæðari skuldabréf við LBI hefur bankinn sparað sér umtalsverðan fjármagnskostnað,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, í Hagsjánni.

Landsbankinn fyrri til

„Skuldabréfin á milli LBI og Landsbankans voru byggð á samkomulagi sem gert var á grundvelli ákvarðana Fjármálaeftirlitsins í október 2008, um flutning á eignum og skuldum frá gamla Landsbanka Íslands hf. til Landsbankans,“ segir ennfremur í Hagsjánni. „Skuldabréfin voru í erlendri mynt og átti endurgreiðslu þeirra að ljúka í október 2018. Með batnandi stöðu Landsbankans og íslensks efnahagslífs myndaðist fljótlega svigrúm til að greiða fyrirfram inn á skuldina og greiddi bankinn t.a.m. rúmlega 70 milljarða inn á skuldina árið 2012 og 50 milljarða árið 2013. Engu að síður var talið nauðsynlegt að gera breytingar á greiðsluskilmálum skuldabréfanna. Með því að lengja endurgreiðsluferilinn var greitt fyrir afléttingu fjármagnshafta, dregið úr óvissu um erlenda fjármögnun bankans og betri fjármagnsskipan bankans til framtíðar tryggð. Í maí 2014 komust Landsbankinn og slitastjórn LBI að samkomulagi um breytingar á skilmálum bréfanna. Samið var um að lokagreiðsla yrði innt af hendi í október 2026, en að bankinn hefði heimild til að greiða skuldina niður að hluta eða að öllu leyti án kostnaðar hvenær sem er á tímabilinu.“

-sme

Keppum við Costco í þjónustuupplifun

[caption id="attachment_11099" align="alignright" width="309"] Jón Ólafur Halldórsson. „Ég held að innkoma Costco hafi bara jákvæð og góð áhrif á alla samkeppni á smásölumarkaði.“[/caption]

„Við erum með allt annað þjónustuframboð og erum ekki með lokaðan klúbb fyrir okkar viðskiptavini. Við erum því ekki að keppa við Costco í verði, heldur erum við að keppa við þá um þjónustu og þjónustuupplifun,“ segir Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, í viðtali í Viðskiptablaðinu.

En hvað segir hann um Costco og samkeppnina?

„Mér sýnist að allir séu meira eða minna búnir að reima á sig hlaupaskóna. Ég held að innkoma Costco hafi bara jákvæð og góð áhrif á alla samkeppni á smásölumarkaði. Costco er alvöru samkeppni og býr við allt annan styrk en önnur fyrirtæki á markaðnum hér á landi í innkaupum, fjármögnun og fleiru enda næststærsta smásölufyrirtæki í heimi sem fer nú ekki mikið fyrir í fjölmiðlum sem hafa hamast við að kynna þetta fyrirtæki hér á landi endurgjaldslaust. Hins vegar verður að hafa í huga að Costco er með allt annað viðskiptamódel heldur en við.“

Hagar hafa keypt Olís, hverju breytir það?

„Hagar eru með góða innviði, gott innkaupaskipulag og eru sérfræðingar í meðhöndlun vara. Þetta styrkir okkur í innkaupum og það fæðist mikill styrkur í okkar vöruúrvali í gegnum kerfið hjá Högum. Við sjáum því mikil vaxtartækifæri í verslunarrekstri á eldsneytisstöðvum Olís. Þannig að ég tel að Olís muni njóta góðs af sterkri stöðu Haga í rekstri, sem verður til þess að neytendaábatinn verði enn meiri fyrir okkar viðskiptavini.“

Sjá nánar hér:  Lesa meira

Costco má það sem aðrir mega ekki

[caption id="attachment_11011" align="aligncenter" width="1000"] Trausti Hafliðason, ritstjóri Viðskiptablaðsins.
hann benti á að Costco má selja á undirverði, þar sem fyrirtækið telst ekki vera með markaðsráðandi stöðu, hér á landi.[/caption]

Costco er trúlega hið minnsta 700 sinnum stærra fyrirtæki en Krónan. Þrátt fyrir að Costco sé annað stærsta verslunarfyrirtæki veraldar, er Costco ekki talið vera markaðsráðandi fyrirtæki hér á landi, og getur því, með löglegum hætti, selt vörur undir kostnaðarverði. Mega það sem helstu keppinautarnir mega alls ekki.

Það var Trausti Hafliðason, ritstjóri Viðskiptablaðsins, sem benti á þetta í -sme

Costco veltir fimm sinnum meira en nemur landsframleiðslu Íslands

Costco virðist ætla að gjörbreyta verslun á Íslandi. Verðdæmin þaðan eru mörg hver hreint ótrúleg. En hvað er Costco?

„Costco er næst stærsta smásölufyrirtæki í heimi og rekur 732 vöruhús um allan heim. Heildartekjur samstæðunnar síðustu tólf mánuði námu 120 ma. USD en það er fimmfalt meira en landsframleiðsla Íslands á síðasta ári,“ segir í Hagsjá Landsbankans í dag.

„Costco er næst stærsta smásölufyrirtæki í heimi á eftir Walmart. Alls rekur Costco 732 vöruhús, þar af 510 í Bandaríkjunum og voru heildartekjur samstæðunnar síðustu tólf mánuði 120 ma. USD en það er fimmfalt meira en landsframleiðsla Íslands á síðasta ári. Einn hlutur í Costco á Nasdaq kostar nú 174,7 USD. Hefur hlutabréfaverðið hækkað um 14,7% á ári að meðaltali síðustu 20 ár,“ segir þar ennfremur.

Er Costco góð viðbót?

„Þetta er einn flottasti smásali í heiminum. Ég segi það bara eins og það er. Fyrirtækið er 700 sinnum stærra en við sem þýðir að ef ég kaupi eitt bretti af jarðarberjum þá kaupa þeir 700. Það er 700 sinnum fjársterkara en við og getur fjármagnað sig á eitt prósent vöxtum sem eru kjör sem standa okkur ekki til boða. Að því leytinu til er aðstöðumunur. Og það segir sig sjálft að ef svona aðili ætlar að koma inn á markaðinn og beygja þá sem fyrir eru þá getur hann það. Ég hef hins vegar ekki trú á að svo verði vegna þess að ég held að það sé ekki þeirra hugmyndafræði,“ sagði Jón Björnsson forstjóri Festis í Umræðu Landsbankans.

-sme

Fjárfestingar bankanna að ná fyrri hæðum

Fjárfestingarbankastarfsemi íslensku bankanna féll úr þrjátúu prósentum, af heildarstarfsemi, niður í fimm prósent í hruninu. Hlutfallið fer vaxandi á ný og var árið 2013 á bilinu fjórtán til 25 prósent. Fer eftir hvaða mælikvarði er notaður.

Þetta má lesa í greinagerð með -sme

Hamborgarafabrikkan tapaði fyrir Ísfabrikkunni

Eigendur Hamborgarafabrikkunnar kvörtuðu til Neytendastofu og vildu að öðru félagi yrði gert óheimilt að nota nafnið Ísfabikkan. Hamborgarafabrikkan tapaði málinu.

Í niðurstöðum Neytendastofu er um það fjallað að auðkenni verði að hafa sérkenni til þess að njóta verndar því fyrirtækjum verði ekki bannað að nota almenn orð eða orð sem eru lýsandi fyrir starfsemina. Einnig er tekið fram að við mat á ruglingshættu sé litið til þess hvort málsaðilar séu í samkeppni og hvort þeir séu á sama markaðssvæði. Neytendastofa taldi að nokkur munur væri á auðkennum fyrirtækjanna og að myndmerki þeirra væru ólík. Það voru því ekki talin slík líkindi með auðkennum félaganna að það gæti valdið ruglingi og var vísað til þess veigamikla munar á starfsemi aðilanna að Nautafélagið starfar í Reykjavík en Gjóna í Þrastarlundi á Selfossi.

Neytendastofa taldi því ekki ástæðu til aðgerða vegna kvörtunarinnar.

Spennandi að sjá verðið í Costco

 

[caption id="attachment_8587" align="alignleft" width="502"] Margrét Sanders, til hægri á myndinni, í umræðu á Hringbraut. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, situr hinum megin borðsins.[/caption]

„Ég vona að fataverslun á Íslandi örvist enn frekar og að það dragi úr því að fólk fari í helgarferðir til útlanda með tómar ferðatöskur og fylli þær úti af fötum,“ segir Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónustu, í viðtali í Umræðu Landsbankans.

Sjá nánar hér.

Þar segir að alþjóðlegar verslanakeðjur hafa að mestu haldið sig utan Íslands en þar er að verða breyting á með opnun verslana Costco og H&M. Margrét segir samkeppni og fjölbreytni í verslun af hinu góða. Hún bendir á að H&M hafi nú þegar talsverða markaðshlutdeild á Íslandi og opnun verslana fyrirtækisins hér sé til marks um að ytra umhverfi sé gott.

„Ég vona að fataverslun á Íslandi örvist enn frekar og að það dragi úr því að fólk fari í helgarferðir til útlanda með tómar ferðatöskur og fylli þær úti af fötum. Hvað Costco varðar, þá sé ég að innkaup frá útlöndum gætu orðið hagstæðari þegar erlendir birgjar sjá þessa auknu samkeppni. Það er gott fyrir neytendur. Auðvitað verður spennandi að sjá á hvaða verði Costco mun bjóða sína vöru, ekki síst matvöru, þar sem fyrirtækið þarf auðvitað að lúta íslenskum lögum um innflutning og tolla. Aukin samkeppni er bara verkefni sem innfelur tækifæri. Einnig er mikilvægt að hafa í huga að samkeppni snýst ekki bara um verð, heldur líka gæði og þjónustu.“

 

Á flótta frá hástökkvaranum

„Á síðustu tveimur árum hafa hlutabréf olíufélagsins N1 hækkað um tæp 170% í Kauphöll Íslands. Síðustu tólf mánuði nemur hækkunin um 75%. Þegar mest lét og bréf félagsins voru í hæstu hæðum um miðjan febrúar höfðu þautvöfaldast í verði á einu ári. Eru þau félög vandfundin sem sýnt hafa slíka frammistöðu á hlutabréfamarkaði hérlendis á síðustu árum.“

Þetta segir í frétt í Morgunlaðinu í dag.

Markaðurinn er einnig með frétt af N1. Hún er gjörólík frétt Morgunblaðsins. Markaðurinn segir í sinni frétt frá hverjir hafa selti í N1 síðustu daga og þar á meðal er fólk sem þekkir trúlega vel til.

„Fjárfestingarfélagið Hofgarðar, í eigu Helga Magnússonar fyrrverandi formanns Samtaka iðnaðarins og stjórnarmanns í N1, seldi í gær þrjár milljónir hluta í olíufélaginu. Félagið seldi á genginu 133 krónur á hlut og fékk því 399 milljónir króna fyrir bréfin. Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs N1, seldi fyrr um daginn bréf í félaginu fyrir rúmar 7,5 milljónir. Á fimmtudag var tilkynnt til Kauphallar Íslands að Helgafell, eignarhaldsfélag í eigu Bjargar Fenger, eiginkonu Jóns Sigurðssonar stjórnarmanns í N1, hefði selt bréf í félaginu fyrir 540 milljónir,“ segir í frétt Markaðarins.

„Ekkert félag í Kauphöll Íslands hefur hækkað jafn skarpt síðasta árið og olíufélagið N1. Þannig nemur 12 mánaða hækkun um 76%. Sérfræðingur við greiningardeild Arion banka bendir á að stjórnendur fyrirtækisins hafi á síðasta rekstrarári þrisvar sinnum uppfært afkomuspá þess og að þrátt fyrir það hafi niðurstaðan orðið nokkru hagfelldari en þriðja og síðasta spáin. Virðist félagið ekki síst hafa sótt aukinn slagkraft til aukinna umsvifa í ferðaþjónustu og öflugt net afgreiðslustöðva hringinn um landið hafi komið sér vel þegar 13% aukning varð á umferð um þjóðvegi landsins á nýliðnu ári. Harðnandi samkeppni á eldsneytismarkaði, með tilkomu Costco, veldur því að gert er ráð fyrir að EBITDA félagsins lækki nokkuð á þessu ári,“ segir einnig í frétt Morgunblaðsins.

Arðgreiðslur fjármagnaðar með okurlánum

VIÐSKIPTI „Hin nýju skuldabréf eru vaxtagreiðslubréf og bera 5,25% fasta verðtryggða vexti. Skuldabréfin eru til 30 ára en í bréfunum er uppgreiðsluheimild og þrepahækkun í vöxtum upp í 6,25% eftir 10 ár.“

Þetta kemur fram í grein sem Már Wolfgang Mixa skrifar í Morgunblaðið um arðgreiðslur tryggingafélaganna. Már segir: „VÍS er með öðrum orðum að fjármagna arðgreiðsluna með útgáfu skuldabréfa á kjörum sem eru talsvert slakari en flestir Íslendingar fjármagna íbúðakaup sín. LSR býður til dæmis uppá fasteignalán þar sem að fastir vextir eru 3,60% og breytilegir vextir eru 3,13%.“

Og meira úr greininni: „Því er ekki einungis vert að setja spurningarmerki við arðgreiðslustefnur tryggingafélaga heldur einnig fjármögnun þeirra.“

Hér er grein Más í heild sinni.

Drukkum drjúgt í janúar

VIÐSKIPTI Sala áfengis var mun meiri í janúar í ár samanborið við sama mánuð í fyrra.

Velta áfengisverslunar var 11,6% meiri en á sama tíma í fyrra á breytilegu verðlagi. Verð áfengis hækkaði um 1% í janúar frá fyrri mánuði en um 0,8% borið saman við fyrra ár. Breytt fyrirkomulag við skattheimtu áfengis tók gildi um áramótin þegar áfengi fór í neðra þrep virðisaukaskatts en áfengisgjald hækkaði á móti, er tilgangur breytinganna að auka skilvirkni skattheimtunnar. Einn fylgifiskur breytinganna er að ódýrt áfengi hækkar hlutfallslega í verði á móti dýru áfengi en breytingarnar fela í sér að áfengislítrar eru skattlagðir af meiri þunga en útsöluverð.

Afnám tolla sést ekki í verði

Verslun með föt og skó var í minna lagi í janúar samanborið við janúar 2015 en fataverslun dróst saman um 2,3% og skóverslun minnkaði um 8,3%. Um áramótin voru tollar af fatnaði felldir niður en þess gætti þó ekki í verðlagi fatnaðar í janúar enda eldri vörur jafnan seldar á janúarútsölum. Verðlag á fatnaði hækkaði um 0,7% frá janúar í fyrra en lækkaði um 12,7% frá desember síðastliðnum vegna útsala.

Mublur seldust grimmt

Húsgagnaverslun í janúar var 31% meiri en í sama mánuði í fyrra og hefur vaxið stöðugt undanfarna mánuði. Þannig hefur velta síðustu sex mánaða verið 20,6% meiri en á sama tímabili 12 mánuðum fyrr. Verð húsgagna hefur farið lækkandi og var 5,2% lægra í janúar samanborið við janúar í fyrra en það þýðir ásamt veltuaukningunni magnvöxt um 38% frá janúar í fyrra.

Sjá nánar á vef Samtaka verslunar og þjónustu.

Úrvalsvísitalan upp um 43 prósent 2015

Viðskipti Árið 2015 var ár mikilla hækkana á hlutabréfamarkaði. Úrvalsvísitalan hækkaði um 43% á árinu. Hlutabréfamarkaðurinn hefur verið að byggjast upp undanfarin ár, eftir nær algjört hrun árið 2008, og voru 3 ný félög skráð í kauphöllina á liðnu ári. Markaðurinn tók vel í nýskráningarnar og var umframeftirspurn í útboðunum.

Sjá nánar hér.

Kauphöllin: Meira en 40 prósent hækkun

Viðskipti „Úrvalsvísitala kauphallarinnar lækkaði um 0,61% í dag og endaði í 1,850 stigum, en hún hefur hækkað um 41,13% frá áramótum.

Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 0,61% í dag og endaði í 1,850 stigum. Frá áramótum hefur vísitalan hækkað um 41,13%.

Þetta kom fram á vb.is, vef Viðskiptablaðsins.

Í gær hækkaði mest gengi bréfa N1, eða um 1,23% í 164 milljóna króna viðskiptum. Gengi bréfa Eimskips hækkaði einnig um 0,21% í aðeins 23 milljóna króna viðskiptum.

Mest lækkaði gengi bréfa HB Granda um 2,33% í 160 milljóna króna viðskiptum. Einnig lækkaði gengi bréfa Icelandair um 0,72% í 199 milljóna króna viðskiptum.

Heildarvelta á hlutabréfamarkaði í gær var rúmir 0,76 milljarðar króna. Heildarvelta á skuldabréfamarkaði var 674 milljónir króna.

Hlutabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,7% í dag í 0,8 milljarða króna viðskiptum.

Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði lítillega í gær í 0,6 milljarða króna viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði lítillega í 0,3 milljarða króna viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði lítillega í 0,3 milljarða króna viðskiptum.

Engu að tapa óska gjaldþrotaskipta gömlu bankanna

Viðskipti „Það eru einkum tveir hópar sem hafa hagsmuni af því að föllnu bankarnir verði ekki teknir til gjaldþrotaskipta,“ skrifar Haukur Örn Birgisson lögmaður í Viðskipablað Morgunblaðsins. Tilefnið er mál Heiðars Má Guðjónssonar, sem óskaði eftir að Glitnir yrði tekin til gjaldþrotaskipta, en fékk á síðasta degi kröfu sína greidda að fullu.

„Möguleikinn á að fá kröfu sína greidda að fullu, í stað þess að fá 30% hennar greidd eftir nokkur ár, hlýtur að vera afar eftirsóknarverður fyrir lífeyrissjóðina. Það er jafnvel eðlileg og sjálfsögð krafa sjóðfélaga að láta á málið reyna. Fyrir íslenska skattgreiðendur hlýtur það sömuleiðis að vera hagsmunamál að ríkissjóður, Seðlabankinn eða aðrar ríkisstofnanir á meðal kröfuhafa fari fram á gjaldþrotaskipti yfir bönkunum og freisti þess að erlendir kröfuhafar endurtaki leikinn. Hverju hafa þessir aðilar að tapa?“

Hverjir hafa hagsmuni á að halda slitameðferðinni áfram?

„Annars vegar þeir sem starfa við slitastjórn þeirra og hins vegar þeir kröfuhafar sem t.d. vilja reyna að hámarka verðmæti eigna bankanna til lengri tíma litið. Það er ekkert launungarmál að einstaklingar í slitastjórn og starfsmenn hinna föllnu banka hafa verulega fjárhagslega hagsmuni af því að slitin taki langan tíma og að þeim ljúki með nauðasamningum. Sumir eru beinlínis með ákvæði í sínum samningum um hagsmunatengda þóknun eða launabónusa ef slitum lýkur með nauðasamningi. Þessir hagsmunir gætu farið forgörðum ef til gjaldþrotaskipta kemur. Þá hafa einstaka kröfuhafar væntingar til þess að föllnu bankarnir haldi áfram í slitameðferð um ókomin ár þar sem áætlanir standa til að auka verðmæti tiltekinna eigna. Í huga þeirra er ekki heppilegur tími núna til að selja eignir, sem gætu hækkað í verði með tíð og tíma. Af tilviki Heiðars að dæma virðist liggja fyrir að sumir kröfuhafar eru tilbúnir að ganga ansi langt til að tryggja að bankarnir verði ekki teknir í gjaldþrotameðferð.“

Moody’s: Bætt lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar

Viðskipti Matsfyrirtækið Moody’s hefur breytt horfum á lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar úr stöðugum í jákvæðar. Að mati Moody´s endurspeglar sú breyting þann árangur sem náðst hefur í að styrkja stoðir fyrirtækisins og að bæta fjárhagslegan styrkleika.

Þeir jákvæðu þættir sem hafa áhrif á einkunnargjöf Moody’s eru: Sterk staða á orkumarkaði, hagkvæm endurnýjanleg orka og jafnt sjóðstreymi. Þeir þættir sem koma í veg fyrir enn betri einkunn að svo stöddu eru: Há skuldsetning, fámennur hópur viðskiptavina, tenging við álverð í raforkusölusamningum, gjaldeyrisáhætta og hlutfall breytilegra vaxta í lánasafninu.

Moody’s bendir að sama skapi á að fjárhagsleg staða fari stöðugt batnandi og góður árangur sé að nást í að draga úr fjárhagslegri áhættu. Sérstaklega er minnst á þann árangur sem náðst hefur við að draga úr álverðsáhættu með endursamningi við álver RTA í Straumsvík, með áhættuvarnarsamningum og með samningum við nýja aðila. Þá nefnir Moody’s jákvæð áhrif þeirrar vinnu fyrirtækisins við að draga úr gjaldmiðla- og vaxtaáhættu í lánasafninu.

„Þetta eru góðar fréttir fyrir Landsvirkjun og mikilvægt skref í að bæta aðgengi fyrirtækisins að alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Þessi breyting kemur í framhaldi af jákvæðri þróun í rekstri og auknum fjárhagslegum styrkleika á undanförnum misserum. Landsvirkjun gerir ráð fyrir að þessi þróun muni halda áfram næstu árin,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, í tilkynningu frá Landsvirkjun.

Kaupum meira en við seljum

Viðskipti Í júlímánuði voru fluttar út vörur fyrir 51,1 milljarð króna og inn fyrir 52 milljarða króna fob (55,7 milljarða króna cif). Vöruskiptin í júlí, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um tæpa 0,9 milljarða króna. Í júlí 2013 voru vöruskiptin hagstæð um 5,3 milljarða króna á gengi hvors árs.¹

 

Fyrstu sjö mánuði ársins 2014 voru fluttar út vörur fyrir 316,5 milljarða króna en inn fyrir 332,7 milljarða króna fob (356,7 milljarða króna cif). Vöruskiptin við útlönd voru því óhagstæð um 16,2 milljarða króna, reiknað á fob verðmæti, en á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um 17,2 milljarða á gengi hvors árs.¹ Vöruskiptajöfnuðurinn var því  33,4 milljörðum króna lakari en á sama tíma árið áður.

Hlutur eldsneytis keypt erlendis af innlendum flutningsförum nemur um 13 milljörðum vegna nýs staðals fyrir vöruskipti.

Útflutningur
Fyrstu sjö mánuði ársins 2014 var verðmæti vöruútflutnings 35,7 milljörðum eða 10,1% lægra á gengi hvors árs1 en á sama tíma árið áður. Iðnaðarvörur voru 52,7% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 9,2% lægra en á sama tíma árið áður, aðallega vegna áls. Sjávarafurðir voru 42,1% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 12,6% lægra en á sama tíma árið áður.

Innflutningur

Fyrstu sjö mánuði ársins 2014 var verðmæti vöruinnflutnings 2,3 milljörðum eða 0,7% lægra á gengi hvors árs¹ en á sama tíma árið áður, aðallega vegna hrá- og rekstrarvöru, eldsneytis, fjárfestingavöru og flugvéla. Á móti kom aukinn innflutningur á fólksbílum og skipum.

 

Sjá nánar hér.

Viðskipti með íbúðir í jafnvægi

Viðskipti Kaup og sala fasteigna er nú ekki fjarri meðalviðskiptum síðustu ellefu ára. Þetta kemur fram á vef hagfræðideildar Landsbankans. Þar segir að óhætt sé að fullyrða að viðskipti með íbúðarhúsnæði hafi tekið vel við sér á höfuðborgarsvæðinu á síðustu árum og séu að nálgast það sem mætti kalla eðlilegt árferði.

„Meðalárshækkun fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu frá upphafi ársins 2012 hefur verið rúm 7%. Árshækkunin fór yfir 11% nú í vor en hefur síðan farið niður í 6% nú í júlí. Hækkunartakturinn er því á svipuðum slóðum nú og um mitt síðasta ár. Kúfurinn á verðhækkunum sem varð til í vor er því nánast horfinn. 7% meðalárshækkun fasteignaverðs yfir tveggja og hálfs árs tímabil er mikil hækkun í sögulegu samhengi. Á  þessum tíma var meðalárshækkun fjölbýlis tæp 8% og samsvarandi tala fyrir sérbýli rúm 6%. Á sama tíma var verðbólgan að jafnaði um 3,4% þannig að raunverðshækkunin hefur verið töluverð.“

Sjá meiri upplýsingar hér.

Sex milljarðar í rekstur Dróma

Viðskipti Fátt hefur verið umdeildara á liðnum árum en Drómi, sem sá um rekstur vegna uppgjöra SPRON og Frjálsa fjárfestingabankans. Bjarni Benedktsson fjármálaráðherra hefur samkvæmt beiðni, gefið út skýrslu um starf Dróma. Þar kemur meðal annars fram að laun og launatengd gjöld námu nærri 1.900 milljónum.

Hér er hægt að sjá skýrsluna í heild.

Keppinautarnir vildu skiptast á upplýsingum

Viðskipti Baldur Björnsson, Baldur í Múrbúðinni, er í löngu og góði viðtali í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag. Þar segir hann, meðal annars, að starfsmenn Byko og Húsasmiðjunnar hafi boðið Múrbúðinni að taka þátt í verðsamráði árið 2010. Samkeppniseftirlitið hafi samstundis verið upplýst um málið.

Baldur segir að Múrbúðin hafði þá undirbúið sölu grófvörur, þ.e. plötur og timbur. Skömmu áður en salan hófst settu risanir á markaðnum sig í samband við starfsmenn verslunarinnar. „Starfsmaður Húsasmiðjunnar hringdi og starfsmaður Byko vingaðist við starfsmann hjá mér og í ljós kom að þeir vildu skiptast á upplýsingum. Þeir sögðu að það mætti ekki senda tölvupóst heldur yrði að hittast enda væri aldrei að vita yfir hvaða gögn eftirlitsaðilarnir kæmust. Við upplýstum Samkeppniseftirlitið um þetta samdægurs. Þetta sýnir að verðsamráð hefur átt sér stað,“ segir Baldur í viðtalinu.

Lækkuðu báðir verðið jafnmikið

Þremur vikum eftir að fyrsti timburfarmur Múrbúðarinnar kom til landsins lækkuðu Byko og Húsasmiðjan verð á sömu vörum um 25%. „Fyrirtækin tvö lækkuðu verðin nákvæmlega jafnmikið en bara á þeim vörum sem við hófum sölu á, ekki öðrum, þannig að dæmi voru um að langir plankar voru verðlagðir á lægra verði, en á sömu stuttu plönkunum sem voru ekki í prógramminu okkar. Þetta er ekki samkeppni að mínu mati, heldur augljós tilraun til að koma nýjum aðila út af markaðnum

Þetta átti sér stað eftir að Samkeppniseftirlitið hafði tekið starfsmenn fyrirtækjanna í yfirheyrslur. Hvernær byrjaði samráðið og hvenær hætti það? Á það sér stað enn þann dag í dag?

Þetta er ekkert annað er »predatory pricing« [árásarverðlagning innsk. blm.]. Við leituðum til Samkeppniseftirlitsins og kærðum þetta. Við báðum um að þessar verðlækkanir yrðu stöðvaðar. Okkar rök voru að fyrirtæki sem tapa allt að hálfum milljarði á ári, hvort um sig, hefðu ekki ráð á að lækka verðið svona mikið.

Við hefðum þurft 5-7% markaðshlutdeild til að koma út á sléttu. Við náðum þeirri hlutdeild aldrei. Jafnvel þótt við hefðum lækkað verðið mikið á markaðnum, þá fengu verktakar enn betra verð hjá keppinautum og þeir kusu að versla ekki við okkur. Það voru í raun einungis minni verktakar sem versluðu við okkur. Ekki þeir stærri.

Við vorum ginningarfífl, lækkuðum verðið á markaðnum en fengum ekki viðskiptin. Það var aldrei markmiðið að lækka verð hjá þeim sem ekki skipta við okkur heldur hjá þeim sem eiga við okkur viðskipti.

Við kærðum þetta til Samkeppniseftirlitsins í apríl árið 2011 og kærðum aftur með frekari gögnum árið 2013 en ekkert gerðist. Fram kom í bréfi frá Samkeppniseftirlitinu að það mundi ekki taka erindið til formlegrar meðferðar nema nýjar upplýsingar kölluðu á slíka athugun,“ segir Baldur.

Gafst upp á grófvörunni

Fram kom í bréfinu að í kjölfar kæru Múrbúðarinnar þess efnis að Byko og Húsasmiðjan hefðu boðið félaginu að taka þátt í verðsamráði, hefði Samkeppniseftirlitið kært fyrirtækin til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra. Það hefði leitt til þess að gerð var húsleit hjá Byko, Húsasmiðjunni og Úlfinum.

Fyrrverandi eigendur Húsasmiðjunnar hafa samið um að greiða 325 milljón króna sekt vegna málsins.

„Þessar ólöglegu aðgerðir leiddu til þess að ég gafst upp á því að reka grófvörudeild fyrir ári síðan. Starfsemin hófst árið 2010. Ég er bara múrari sem býr í Breiðholti. Ég get ekki hugsað mér að tapa peningum fyrir einhverja sem ekki versla við mig. Ég er að sýna ábyrgð gagnvart fjölskyldu minni, lánadrottnum, þeim sem selja mér vörur og fleirum. Staða Húsasmiðjunnar er hins vegar firnasterk á þessum markaði einmitt vegna samkeppnislagabrota,“ segir Baldur.

Það sem hér er birt er alfarið byggt á og tekið úr viðtali í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag.

Við kaupum meira en við seljum

Viðskipti Við fluttum inn vörur fyrir um 7,7 milljarða umfram það sem seldum, í nýliðnum júnímánuði. Miklu munar um elsneytiskaup, en þau voru rúmum milljarði meiri í nýliðnum júní, miðað við sama mánuð í fyrra. Aðrar neysluvörur skipa aukinn sess í ójöfnuðinum, sem hlýtur meðal annars að skýrast af fjölda erlendra gesta.

Þetta má sjá betur á vef Hagstofu Íslands.

Þar má sjá að ný fiskiskip hafa mikil áhrif á aukinn innflutning og að sama skaði hversu mikill samdráttur hefur orðið í útflutningsverðmæti sjávarafurða.

Úttekt Hagstofunnar er hér.

Tryggingafélögin falla ört í verði

Viðskipti Markaðsvirði tryggingafélaganna hefur stórlækkað að undanförnu. Á hálfu ári hafa hlutabréf í TM lækkað um 23,7 prósent og um 22,6 prósent í VÍS.  Sjová hefur verið skemur á markaði, en verð félagsins hefur lækkað 13,6 prósent á þremur mánuðum.

Á síðustu tólf mánuðum hefur verðmæti Marel fallið mest, eða um 23,8 prósent, VÍS um 18,8 prósent, Emskips um 14,8 prósent og TM um 10,0 prósent.

Össur sker sig úr öllum skráðum fyrirtækjum hér á landi. Verðmæti hlutafjár þess félags hefur hækkað um 73,9 prósent á tólf mánuðum, um 31,2 prósent í Högum, 28,3 í Icelandair, 27,8 prósent í Reginn og um 26,4 prósent í Fjarksiptum.

Af nýskráðum félögum er það að frétta að verðmæti N1 hefur fallið um 14,8 prósent á hálfu ári, um 13,6 prósent í Sjóvá á þremur mánuðum, einsog áður kom fram, en verðmæti Granda hefur hækkað um 2,3 prósent í einum mánuði.

Landsbanki borgar sekt Húsasmiðjunnar

„Lögbrot Húsasmiðjunnar áttu sér stað meðan fyrirtækið var í eigu Landsbankans og Framtakssjóðs og það er Landsbankinn sem tekur á sig greiðslu 325 milljón króna sektarinnar. Með öðrum orðum, landsmenn töpuðu á samkeppnislagabrotum Húsasmiðjunnar og Byko og nú borga landsmenn sektina fyrir það sem aðaleigendur Landsbankans.“ Þetta segir í skrifum Baldurs Björnssonar, eiganda og framkvæmdastjóra Múrbúðarinnar, af tilefni þess að fyrrverandi forráðamenn Húsasmiðjunnar hafa gengist inn á að borga 325 milljónir króna um leið og játuð eru samkeppnisbrot.

Baldur telur rétt að benda á að þótt fyrrum eigendur Húsasmiðjunnar hafi tekið að sér að greiða sektina, þá byggir núverandi markaðsstaða Húsasmiðjunnar á ólögmætri samkeppnishegðun fyrirtækisins á sínum tíma. Þeir starfsmenn Húsasmiðjunnar sem brutu samkeppnislög starfa þar enn, þó að þeir sæti sakamálaákæru.

Bréf Baldurs birtist á eirikurjonsson.is.

Þar segir ennfremur: „Viðurkenning Húsasmiðjunnar á alvarlegum samkeppnislagabrotum og greiðsla 325 milljón króna sektar varpar ljósi á þau óhæfuverk sem Húsasmiðjan og Byko stunduðu gegn neytendum og Múrbúðinni.

Samráð þessara tveggja fyrirtækja um verðlagningu á byggingavörum hefur hækkað byggingarkostnað um milljarða króna, með tilheyrandi vísitöluhækkun á lánum heimila og fyrirtækja.

Samráð Húsasmiðjunnar og Byko gegn Múrbúðinni fólst í samkeppnishamlandi verðlagningu sem leiddi til þess að Múrbúðin varð að hætta sölu á timbri og grófvöru. Þar með ruddu þessi fyrirtæki úr vegi einu alvöru samkeppninni sem var á þessum markaði.

Í frétt Samkeppniseftirlitsins um sektargreiðslu Húsasmiðjunnar kemur fram að samráð hennar og Byko hafi einkum gengið út á að koma í veg fyrir að Múrbúðin næði fótfestu á markaði fyrir timbur og grófvöru. Meðal annars er upplýst að Húsasmiðjan viðurkennir að hafa beitt sér til að koma í veg fyrir að Múrbúðin fengi viðunandi viðskiptakjör hjá Steinullarverksmiðjunni. Húsasmiðjan og Byko áttu 50% í Steinullarverksmiðjunni. Á sínum tíma fullyrti forstjóri Steinullarverksmiðjunnar við Múrbúðina að þrýstingur eigenda hefði engin áhrif á viðskiptakjörin. Nú hefur hið gagnstæða verið staðfest. Það skýrir að sjálfsögðu hvers vegna Steinullarverksmiðjan var ófáanleg til að veita Múrbúðinni ásættanleg viðskiptakjör og kom þannig í veg fyrir verðlækkun á vörunni.“

Lífeyrissjóðir nú virkir hluthafar

Viðskipti „Í ljósi þess hve stór hluthafi lífeyrissjóðurinn er í sumum fyrirtækjum töldum við æskilegt að hann axlaði þá ábyrgð sem því fylgir,“ sagði  segir Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, sem er stærsti lífeyrissjóður landsins, um þá ákvörðun sjóðsins að vera virkur hlutafi í þeim félögum þar sem sjóðurinn á hlut. Þetta kemur fram í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag.

Þar kemur einnig fram að fjórir stærstu lífeyrissjóðir landsins kjósa að vera virkir hluthafar í þeim félögum sem þeir eiga í.

„Eftir hrun urðu lífeyrissjóðir umsvifamiklir á hlutabréfamarkaði og þá vaknar sú spurning hvort þeir eigi að beita sér, en fyrir hrun voru þeir oftast hlutlausir eigendur. Þá áttu þeir yfirleitt minni hluti í fyrirtækjum en nú og fyrirtækin voru stærri,“ segir í Viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag.

Microsoft heiðrar Wise fyrir samstarf

Viðskipti Wise hefur hlotið verðlaunin „Samstarfsaðili ársins 2014“ hjá Microsoft á Íslandi. Fyrirtækið var heiðrað ásamt fleiri samstarfsaðilum Microsoft á heimsvísu fyrir yfirburði í þróun og útfærslu á þjónustumiðuðum lausnum sem eru byggðar eru á tækni frá Microsoft.

„Það er okkur mikil ánægja að heiðra Wise sem „Samstarfsaðila ársins hjá Microsoft á Íslandi“. Wise hefur fært sameiginlegum viðskiptavinum okkar framúrskarandi lausnir og þjónustu og er frábært dæmi um þá yfirburði sem við sjáum hjá okkar bestu samstarfsaðilum,“ sagði Phil Sorgen, varaforseti Worldwide Partner Group hjá Microsoft,“ segir í tilkynningu Wise.

Verðlaun voru veitt í mörgum flokkum og sigurvegarar valdir úr hópi fleiri en 2800 samstarfsaðila í 117 löndum víðs vegar um heiminn fyrir árangursríkt samstarf við Microsoft, nýsköpun, aukna ánægju viðskiptavina og ekki síst fyrir að laða að nýja viðskiptavini. Wise var sérstaklega heiðrað fyrir framúrskarandi lausnir og þjónustu, auk góðs samstarfs við Microsoft á Íslandi.

„Það er afar ánægjulegt að hljóta þessi verðlaun í þriðja sinn. Ég tel lykilinn að velgengni okkar og vexti á markaðnum sé að við einblínum á Dynamics NAV og sérlausnir okkar fyrir sjávarútveginn, viðskiptagreind (BI) og viðskiptalausnir, en þar höfum við fjárfest mikið í þróun og vottunum. Sterk markaðsstaða Wise byggist á því að við getum boðið viðskiptavinum okkar upp á samþættar lausnir byggðar á vörum Microsoft sem uppfyllir kröfur þeirra,“ segir Jón Heiðar Pálsson, sviðsstjóri sölu-og markaðssviðs Wise.

Wise er sjálfstæður söluaðili Microsoft Dynamics NAV og gullsamstarfsaðili Microsoft. Wise var stofnað árið 1995 og er í dag stærsti söluaðili Dynamics NAV á Ísland.

Hjá Wise starfa um 80 metnaðarfullir starfsmenn. Viðskiptavinir fyrirtækisins eru um 500 talsins víðs vegar um heiminn.

Velgengni Wise á mörkuðum innanlands og utan byggir á heildstæðri þekkingu og reynslu af Dynamics NAV.

Samdráttur með hlutafé í Kauphöllinni

Viðskipti Viðskipti með hlutabréf í maímánuði námu, í Kauphöllinni, 22.351 milljón eða 1.118 milljónum á dag og er það þriðjungi minna en í mánuðinum á undan en meira en 40 prósenta lækkun frá sama mánuði í fyrra, árið 2013.

Í apríl voru viðskipti með hlutabréf rúmar 1.700 milljónir á dag og í maí í fyrra námu þau meira en 1.900 milljónum á  dag.

Mest var höndlað með hlutabréf Icelandair Group (ICEAIR),fyrir  6.325 milljónir, Haga (HAGA), fyrir 3.024 milljónir, HB Granda (GRND), fyrir 1.910 milljónir, TM (TM), fyrir 1.588 milljónir og VÍS (VIS), fyrir 1.500 milljónir.

Úrvalsvísitalan (OMXI6) lækkaði um 0,6% milli mánaða og stendur nú í 1.161,0 stigum.