- Advertisement -

Eyþór, ógreiddir og ólöglegir ríkisstyrkir

Morgunblaðið í dag segir í frétt frá vangreiddum ríkisstyrkjum til fyrirtækja. Ekki fæst betur séð en Eyþór Arnalds hafi setið í stjórn eða stýrt tveimur þeirra fyrirtækja sem hafa ekki borgða ólöglega ríkisstyrki, að fullu eða að mestu.

„Tek­ist hef­ur að end­ur­heimta tæp­ar 10 millj­ón­ir af um 35 millj­óna króna fjár­hagsaðstoð ís­lenska rík­is­ins vegna íviln­un­ar­samn­inga um ný­fjár­fest­ing­ar sem ESA, Eft­ir­lits­stofn­un EFTA, lýsti ólög­mæta haustið 2014. Þetta kem­ur fram í skrif­legu svari Ingva Más Páls­son­ar, skrif­stofu­stjóra í at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­inu, við fyr­ir­spurn Morg­un­blaðsins.“

Þetta er bein tilvitnun í frétt í Morgunblaðinu í dag.

Í Moggafréttinni segir ennfremur: „Sam­tals feng­ust um 9,6 millj­ón­ir end­ur­greidd­ar og kom það allt frá einu fyr­ir­tæki af þrem­ur sem ríkið hafði veitt fjár­hagsaðstoð eft­ir íviln­un­ar­samn­ing, Becrom­al við Eyja­fjörð vegna álþynnu­verk­smiðju. Eng­in end­ur­greiðsla fékkst frá tveim­ur öðrum fyr­ir­tækj­um sem fengið höfðu íviln­an­ir á þess­um tíma, GMR stálend­ur­vinnslu og Ver­ne gagna­ver­um. Aðstoðin við fyr­ir­tæk­in þrjú er met­in á 34,8 millj­ón­ir króna. Fyr­ir­mæli ESA vörðuðu fimm íviln­un­ar­samn­inga, en tveir þeirra, við Thorsil vegna kís­il­málm­verk­smiðju á Þor­láks­höfn og GSM vegna kís­il­málm­verk­smiðju í Helgu­vík, urðu ekki að veru­leika.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tvö fyrirtækjanna tengjast borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, Eyþóri Arnalds, það eru GMR stálvinnslan og Becromal.

Í frétt Moggans segir einnig: „Rík­isaðstoðin við Becrom­al nam í heild tæp­lega 25 millj­ón­um króna. Aðstoðin við GMR vegna stálend­ur­vinnsl­unn­ar á Grund­ar­tanga nam 7,1 millj­ón króna og við Ver­ne gagn­ver á Reykja­nesi 2,9 millj­ón­um króna. Hvor­ugt síðarnefndu fyr­ir­tækj­anna end­ur­greiddi. GMR var tekið til gjaldþrota­skipta og ekk­ert fékkst upp í kröfu rík­is­ins í þrota­búið. Aðstoðin við Ver­ne var met­in inn­an svo­kallaðrar „de mini­m­is“-aðstoðar, sem telst ekki til­kynn­ing­ar­skyld rík­isaðstoð. Sama er að segja um þann hluta aðstoðar­inn­ar við Becrom­al sem ekki var end­ur­greidd­ur, rúm­ar 15 millj­ón­ir króna.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: