- Advertisement -

Heimavellir ofmetnir um fimm milljarða

„Maður áttar sig ekki á hvaða hagsmuni verkalýðsleiðtogar bera fyrir brjósti í þessum efnum.“

Ekki er loku fyrir það skotið að leigufélagið Heimavellir verði leyst upp. Bókfært eigið fé Heimavalla er fimm milljörðum hærra en markaðsvirði félagsins. Þetta kemur fram í Mogganum í dag.

Þar er rætt við Snorra Jakobsson, hjá fjármála- og hagfræðiráðgjöf Capacent, sem skilur ekki  að verkalýðsforingjar bendi á hversu leiguverð hefur hækkað mikið, einkum hjá leigufyrirtækjum einsog Heimavöllum.

Snorri þess bendir á það sem honum þykur mikil þversögn í umræðu um leigufélögin á markaðnum. Verkalýðsleiðtogar gagnrýni félögin fyrir meinta gróðahyggju, en ljóst sé að ef félögunum fatist flugið, þá myndi leiguíbúðum fækka og leiguverð hækka. „Maður áttar sig ekki á hvaða hagsmuni verkalýðsleiðtogar bera fyrir brjósti í þessum efnum.“

Heimavellir voru skráðir í Kauphöll Íslands í maí og voru hlutabréfin boðin fjárfestum á genginu 1,38- 1,71 í frumútboði. „Niðurstaða útboðsins var hinsvegar talsvert lægri og hefur gengi bréfanna lækkað síðan og stendur nú í 1,18. Miðað við það er markaðsvirði félagsins um 13 milljarðar króna. Nýtt verðmat Capacent á félaginu hljóðar upp á gengið 1,64 krónur á hvern hlut.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: