- Advertisement -

Microsoft heiðrar Wise fyrir samstarf

Viðskipti Wise hefur hlotið verðlaunin „Samstarfsaðili ársins 2014“ hjá Microsoft á Íslandi. Fyrirtækið var heiðrað ásamt fleiri samstarfsaðilum Microsoft á heimsvísu fyrir yfirburði í þróun og útfærslu á þjónustumiðuðum lausnum sem eru byggðar eru á tækni frá Microsoft.

„Það er okkur mikil ánægja að heiðra Wise sem „Samstarfsaðila ársins hjá Microsoft á Íslandi“. Wise hefur fært sameiginlegum viðskiptavinum okkar framúrskarandi lausnir og þjónustu og er frábært dæmi um þá yfirburði sem við sjáum hjá okkar bestu samstarfsaðilum,“ sagði Phil Sorgen, varaforseti Worldwide Partner Group hjá Microsoft,“ segir í tilkynningu Wise.

WiseVerðlaun voru veitt í mörgum flokkum og sigurvegarar valdir úr hópi fleiri en 2800 samstarfsaðila í 117 löndum víðs vegar um heiminn fyrir árangursríkt samstarf við Microsoft, nýsköpun, aukna ánægju viðskiptavina og ekki síst fyrir að laða að nýja viðskiptavini. Wise var sérstaklega heiðrað fyrir framúrskarandi lausnir og þjónustu, auk góðs samstarfs við Microsoft á Íslandi.

„Það er afar ánægjulegt að hljóta þessi verðlaun í þriðja sinn. Ég tel lykilinn að velgengni okkar og vexti á markaðnum sé að við einblínum á Dynamics NAV og sérlausnir okkar fyrir sjávarútveginn, viðskiptagreind (BI) og viðskiptalausnir, en þar höfum við fjárfest mikið í þróun og vottunum. Sterk markaðsstaða Wise byggist á því að við getum boðið viðskiptavinum okkar upp á samþættar lausnir byggðar á vörum Microsoft sem uppfyllir kröfur þeirra,“ segir Jón Heiðar Pálsson, sviðsstjóri sölu-og markaðssviðs Wise.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Wise er sjálfstæður söluaðili Microsoft Dynamics NAV og gullsamstarfsaðili Microsoft. Wise var stofnað árið 1995 og er í dag stærsti söluaðili Dynamics NAV á Ísland.

Hjá Wise starfa um 80 metnaðarfullir starfsmenn. Viðskiptavinir fyrirtækisins eru um 500 talsins víðs vegar um heiminn.

Velgengni Wise á mörkuðum innanlands og utan byggir á heildstæðri þekkingu og reynslu af Dynamics NAV.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: