Ríkir karlar og blankt fólk

Hálaunamennirnir Davíð Oddsson og Gylfi Arnbjörnsson tjá sig báðir, um nánast sama máli, hvor í sínu dagblaðinu. Davíð í Mogganum og Gylfi í Fréttablaðinu. Í svipinn man ég ekki hvort Davíð tjáir sig í Mogga dagsins í dag eða morgundagsins. Það skiptir svo sem ekki neinu.

En hvað sagði Davíð? „Laun hafa hækkað mikið á síðustu árum og kaupmáttur og velferð almennings með, en engu að síður heyrast raddir um að allt of skammt hafi verið gengið.“

Það er bara svona. Er virkilega til fólk sem er ekki sátt við launin hans Davíðs? Hann hefur væntanlega ekkert annað viðmið.

En Gylfi, hvernig hefur þetta orðið? Nú er deilt á þína forystu. „…það er ekki í sérstöðunni sem við náum árangri. Það er í samstöðunni,“ sagði forseti ASÍ.

Hann hvetur til aukinnar samstöðu að baki sér. En svo er einnig rætt við láglaunakonuna Sólgveigu Önnu Jónsdóttur, sem sækist eftir að verða næsti formaður Eflingar. Hvað segir hún? „Á einhverjum tíma upplifum við sem tilheyrum þessum láglaunastéttum þetta eins og við séum óvelkomin í samfélaginu.“

Ha, er það virkilega í sama samfélagi og þeir Davíð og Gylfi búa?

Nú, eru þá ekki allir sáttir, Davíð segir að svo eigi að vera og Gylfi segir að samstaðan hafi skilað launafólki þangað sem það er.

Ljóst er að ekki líta allir málið sömu augum.

-sme

Samfélag