- Advertisement -

Þögn um 57 milljarða fasteignasölu

Þorsteinn Sæmundsson vakti athygli á því í dag að Ásmundur Einar Daðason hefur ekki svarað honum um hverjir keyptu fullnustueignir Íbúðalánasjóðs. Frestur ráðherrans til að svara er löngu liðinn. Íbúðirnar voru selda fyrir 57 milljarða.

Þorsteinn sagði Persónuvernd hafa gefið grænt ljós á birtingu nafna þeirra sem keyptu.

Ég veit ekki hvort menn ætla sér að kría út annað álit Persónuverndar sem er þeim hagfelldara en það sem kom í vor um að Persónuvernd gerði ekki athugasemd við að nöfn þeirra manna og fyrirtækja verði gerð opinber sem hafa fengið að kaupa fullnustueignir Íbúðalánasjóðs sl. tíu ár fyrir 57 milljarða.

Bjarni Benediktsson tók þátt í umræðunni, líkt og margir þingmenn. Bjarni varði ráðherrann og sagði fyrirspurnir oft flóknar og það geti tekið langan tíma að svara þeim.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þorsteinn að ekki hátti svo til um þessa fyrirspurn að svar við henni var sent þinginu rétt fyrir þingbyrjun með þeim orðum að þinginu væri sett sjálfdæmi um það hvort svarinu skyldi dreift eður ei. Auðvitað endursendi þingið þetta til ráðherrans vegna þess að það er ekki þingsins að ritskoða svör ráðherra eða ákveða hvort þau eigi að birtast í heild eða öðruvísi.

Það sem ég vil draga fram með því er að svarið við fyrirspurninni liggur fyrir. Það er tilbúið uppi í ráðuneyti. Það eina sem þarf að gera er að senda það aftur til Alþingis og birta það.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: