- Advertisement -

Tryggingafélögin falla ört í verði

Viðskipti Markaðsvirði tryggingafélaganna hefur stórlækkað að undanförnu. Á hálfu ári hafa hlutabréf í TM lækkað um 23,7 prósent og um 22,6 prósent í VÍS.  Sjová hefur verið skemur á markaði, en verð félagsins hefur lækkað 13,6 prósent á þremur mánuðum.

Á síðustu tólf mánuðum hefur verðmæti Marel fallið mest, eða um 23,8 prósent, VÍS um 18,8 prósent, Emskips um 14,8 prósent og TM um 10,0 prósent.

Össur sker sig úr öllum skráðum fyrirtækjum hér á landi. Verðmæti hlutafjár þess félags hefur hækkað um 73,9 prósent á tólf mánuðum, um 31,2 prósent í Högum, 28,3 í Icelandair, 27,8 prósent í Reginn og um 26,4 prósent í Fjarksiptum.

Af nýskráðum félögum er það að frétta að verðmæti N1 hefur fallið um 14,8 prósent á hálfu ári, um 13,6 prósent í Sjóvá á þremur mánuðum, einsog áður kom fram, en verðmæti Granda hefur hækkað um 2,3 prósent í einum mánuði.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: