- Advertisement -

Andvana ríkisstjórn

- hvers virði er umboð ríkisstjórnar Bjarna Bendiktssonar? Getur ríkisstjórnin starfað áfram í því andrúmslofti sem nú er?

Leiðari Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar missir fylgi hratt. Ríkisstjórnin virðist einstaklega ósamstíga. Forsætisráðherrann virðist áhugalaus og heldur sig til hlés. Samstarfsflokkar Sjálfstæðisflokksins, Viðreisn og Björt framtíð, virðast nú leika sinn síðasta leik. Fylgið hrynur af báðum flokkum. Núverandi ríkisstjórn virðist einstaklega ógæfusöm og verklítil.

Eitt fyrsta verk Bjarna Benediktssonar, eftir að hann settist í stól forsætisráðherra, var að fækka ríkisstjórnarfundum. Þeir voru að jafnaði tvisvar í viku. Nú er þeir helmingi færri, einn fundur í viku, þ.e. þegar ekki eru sumarfrí eða önnur frí. Hvers vegna er ekki vitað.

Dyggustu stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar eiga sumir vart orð til að lýsa vonbrigðum sínum með frammistöðu ríkisstjórnarinnar. Minni flokkarnir tveir eru í miklum vanda og þar er keppst við að halda fólki saman og við efnið. Umboð flokksforystu beggja flokka er veikt.

Í Sjálfstæðisflokki, þar sem er löng og mikil reynsla af forystu í landsmálum, eru vonbrigðin mikil. Davíð segir fullum fetum að ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar standi í raun ekki fyrir neitt. Ömurleg ummæli það.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Von er að spurt sé hvort ríkisstjórnin sé í raun starfhæf. Skoðanaágreiningur, aðgerðarleysi og stefnuleysi er ríkjandi. Ríkisstjórnin er sú daufasta sem hér hefur verið í langan tíma.

Ekkert bendir til að líf vakni á stjórnarheimilinu.

Sigurjón M. Egilsson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: