- Advertisement -

Atvinnurekendur sleppa við skattinn

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Samkvæmt vefnum tekjur.is þá fengur 20 hæstu einstaklingarnir á Akranesi 1.301.735.185 milljónir í fjármagnstekjur árið 2016. Takið eftir 1,3 milljarða í fjármagnstekjur og sveitafélagið fær ekki eina krónu í tekjur af þessum fjármagnstekjum.
Það sést líka að atvinnurekendur eiga það til að skrá á sig afar lág laun og dæmi eru um að mánaðartekjur séu 328.000 en fjármagnstekjur 32,5 milljónir á ári eða sem nemur 2,7 milljónum á mánuði! En af fjármagnstekjum er greiddur einungis 20% skattur og ekki eitt prósent af því fer til sveitafélaganna.
Það er morgunljóst að hér er um grófa og mjög alverlega misskiptinu og óréttlæti um að ræða þar sem sumir atvinnurekendur taka stórann hluta sinna tekna sem arðgreiðslur og því sjást ekki hver hinn raunverulegu launatekjur viðkomandi atvinnurekenda eru.
Allt tal um að ekki sé svigrúm til launahækkana til handa verkafólki í komandi kjarasamningum verður grátbroslegt þegar fjármagnstekjur sumra atvinnurekenda eru skoðaðar!


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: