- Advertisement -

Auð borð þingnefnda

- þingmenn sitja aðgerðalitlir eða jafnvel aðgerðarlausir

Engin ástæða var til að funda í einstaka þingnefndum í síðustu viku, sem var þó nefndarvika. Ástæðan var sú að engin þingmál eru tilbúin svo nefndirnar hafi ástæðu til að koma saman

„Ég set stórt spurningarmerki við slík vinnubrögð,“ sagði Einar Brynjólfsson þingmaður Pírata á þingi í gær. Hann vitnaði í þingskaparlög, en þar segir: „Á starfstíma sínum er nefnd hvenær sem er heimilt að fjalla um mál sem heyrir undir málefnasvið hennar þó að þingið hafi ekki vísað því sérstaklega til hennar.“

Einar gerði ræddi þetta frekar.

„Ég spyr: Hvar er frumkvæðið? Eiga nefndarmenn að stara út í blámóðu fjallanna meðan þeir bíða eftir að þingmál komi inn á borð nefndanna? Hvers vegna ræddi hæstvirt fjárlaganefnd t.d. ekki hvernig hefja mætti stórkostlegt átak í byggingu félagslegra íbúða? Það vill nefnilega svo til að það er neyðarástand í þeim málum, svo ég upplýsi þá sem hugsanlega hafa misst af því. Hvers vegna ræddi utanríkismálanefnd ekki allar þær sviptingar sem eiga sér stað úti í hinum stóra heimi í stað þess að fella niður fundi? Sviptingar sem snerta okkur Íslendinga með beinum eða óbeinum hætti? Í því samhengi mætti nefna óútreiknanlegan forseta Bandaríkjanna, stórhættulegan forseta Tyrklands, sem er um það bil að ganga af veikburða lýðræði Tyrkja dauðu, þá má líka nefna uppgang fasískra afla í Evrópu, Brexit o.s.frv.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Einar Brynjólfsson endaði ræðu sína svona: „Fastanefndir eiga ekki að bíða eftir að málin komi til þeirra.Þær eiga að hafa frumkvæði ef tími leyfir og þær eiga að horfa til framtíðar.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: