- Advertisement -

Aukinn þorskkvóti fari í útboð

Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingar, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.

Stjórnmál Þingmenn Samfylkingarinnar sem og Pírata vilja, verði þorskkvótinn aukinn á næsta fiskveiðiári, sem telja verður trúlegt að gert verði, að aukningin verði boðin upp.

„Í útfærslu tilboðsleiðar er auðvelt að taka tillit til byggðasjónarmiða, koma í veg fyrir samþjöppun og virða sérstöðu minni útgerða. Reynsla af tilboðsleið til úthlutunar auðlinda er víðtæk um allan heim og auðvelt væri að leita í smiðju nágrannaþjóða, svo sem til Færeyinga og Norðmanna, eftir góðum fyrirmyndum. Ef rétt er á málum haldið leiðréttir tilboðsleiðin óréttlætið sem felst í því að ávinningur af hagræðingu innan útgerðarinnar renni í vasa fárra en íbúar sjávarbyggða beri kostnaðinn,“ segir meðal annars í greinagerðinni.

Þingmennirnir benda á fordæmi: „Loftslagsheimildir eru boðnar út og íslensk flugfélög, álver og fleiri verksmiðjur gera tilboð í loftslagsheimildir á evrópskum markaði en tekjurnar renna í ríkissjóð. Stuðst er við útboð til að velja á milli símafyrirtækja þegar úthluta þarf tíðnisviðum fyrir fjarskipti og þegar ríkið felur einkaaðilum verkefni í samgöngum eru gerð tilboð í sérleyfin. Þegar landsmenn kaupa þak yfir höfuðið eru gerð tilboð á markaði sem stýrt er af fasteignasölum. Það er því góð og víðtæk reynsla af tilboðsleiðinni í ýmsum myndum og hún á mjög vel við þegar úthluta á takmörkuðum gæðum, svo sem náttúruauðlindum.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

-sme


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: