- Advertisement -

Austfirsk sjávarútvegsfyrirtæki greiddu níu prósent alls tekjuskatts fyrirtækja

Efnahagsmál Sjávarútvegsfyrirtækin á Austfjörðum greiddu 9% af tekjuskatti fyrirtækja á Íslandi árið 2012. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í skýrslunni „Umsvif sjávarútvegs á Austfjörðum“ sem hagfræðineminn Ásgeir Friðrik Heimisson hefur unnið að í sumar en skýrslan er unnin fyrir Austurbrú. Þá segir Ásgeir ekki hafa gert sér grein fyrir því hversu mikið umfang sjávarútvegurinn á Austfjörðum hafi í hagkerfi Íslendinga en um 3.400-4.700 starfa á Íslandi má rekja til starfsemi sjávarútvegsins á Austfjörðum.

Á Austfjörðum starfa stór og öflug sjávarútvegsfyrirtæki sem eiga það flest sameiginlegt að leggja áherslu á veiðar og vinnslu á uppsjávarfisk. Starfsemi þessara fyrirtækja er ekki aðeins mikilvæg fyrir landsvæðið heldur stendur starfsemi þeirra undir 4,2% af landsframleiðslu. Þá skiptir starfsemi þeirra miklu í gjaldeyrissköpun Íslendinga en árið 2012 fluttu þessi fyrirtæki út sjávarafurðir fyrir 46 milljarða króna sem nemur 7,3% af útflutningsverðmætum Íslendinga það ár.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: