- Advertisement -

Bærinn borgaði fyrir viðtal við Rósu

Viðtalið er í Fréttablaðinu og kostaði 250 þúsund krónur. Veldur deilum í Hafnarfirði.

Viðtalið við Rósu Guðbjarsdóttur, sem var í Fréttablaðinu í gær, kostaði 250.000.

„Það eru eflaust skiptar skoðanir á því hvort samskiptastjóri bæjarins eigi að koma með svo beinum hætti að kosningabaráttu eins flokks í bænum en hann hefur svosem ekki farið leynt með stjórnmálaskoðanir sínar hingað til. En hins vegar verður að spyrja þeirrar spurningar hvort það sé eðlilegt að samskiptastjórinn taki ákvörðun um það að bærinn greiði fyrir opnuviðtal við oddvita flokksins sem borið er í öll hús í bænum. Er það hlutverk bæjarins að borga fyrir kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins? Það er í það minnsta fullkomlega eðlilegt að fólk spyrji sig þeirrar spurningar í aðdraganda kosningar hvort þetta sé eðlileg meðferð á almannafé,“ segir Gunnar Axel Axelsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, á fréttasíðunni Bærinn okkar.

Viðtalið birtist í Fréttablaðinu í dag og þekur eina síðu.

„Samkvæmt upplýsingum sem minnihlutinn fékk síðdegis í dag þá greiddi bærinn 250 þús. kr. fyrir opnuviðtalið við téðan oddvita Sjálfstæðisflokksins. Ákvörðun um þetta var tekin af samskiptastjóra bæjarins, Einari Bárðasyni. Einar var ráðin í starf samskiptastjóra í fyrra án þess að starfið væri auglýst. Athygli vakti einnig fyrir skemmstu að viðtal var við samskiptastjórann í síðasta tölublaði málgagns Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, Hamri. Ekki er vitað til þess að upplýsinga – eða samskiptastjóri hjá Hafnarfjarðarbæ hafi áður tekið þátt í kosningabaráttu til bæjarstjónar með þessum hætti.,“ segir á Bænum okkar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: