- Advertisement -

Bankar á Íslandi ekki fyrir kapítalista

- ekki hægt að leggja á fólk og fyrirtæki á Íslandi að borga meira til bankakerfisins en aðrar þjóðir.

Gunnar Smári skrifar: Hér reynir Ásgeir Brynjar Torfason á lágstemmdan máta að benda á að önnur sjónarmið en arðsemi eigin fjár séu heppilegri í bankastarfsemi, sama hvað haldið er fram í fréttum af hagfræðingum og fjármálaráðherrum.

Mikið eigið fé íslenskra banka er nauðsynlegt vegna smæðar markaðarins og í ljósi sögunnar. Mikið eigið fé geti vart leitt til þess að hagnaður íslenskra banka eigi að vera þess meiri en hjá erlendum bönkum sem hafa lægra eigið fé; það er ekki hægt að leggja þá plikt á almenning og fyrirtæki á Íslandi; að borga tvöfalt eða þrefalt meira til bankanna en næstu þjóðir.

Bankastarfsemi á Íslandi er ekki góður business fyrir gróðapunga, íslenskir banka þurfa mikið eigið fé og munu því hafa litla arðsemi eigin fjár. Nema við viljum halda áfram að borga stærra hlutfall af veltu hagkerfisins til hagnaðar banka en nokkur önnur þjóð.

Íslenska aðstæðurnar eru því um það bil þessar:

Þú gætir haft áhuga á þessum
  1. Við þurfum hærra eigið fé í bönkum.
  2. Það er ekki hægt að leggja það á fólk og fyrirtæki á Íslandi að borga þess meira til bankakerfisins en aðrar þjóðir.
  3. Bankastarfsemi á Íslandi getur ekki orðið gróðrarvegur á Íslandi fyrir kapítalista, arðsemiskrafa þeirra mun annað hvort ganga frá fólki og fyrirtækjum eða áhættusækni þeirra fella bankana yfir samfélagið.
  4. Bankastarfsemi á Íslandi ætti að vera opinber veitustarfsemi, almannaþjónusta.

Fyrirsagnir eru Miðjunnar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: