- Advertisement -

Báðu um og fengu vænan skattaafslátt

Þingmaður telur að bankarnir þakki fyrir sig með vaxtalækkun. Fátækir verða að bíða þó bankarnir hafi fengið afgreiðslu með hraði.

Frammistaða stjórnarandstæðinganna, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, og Ólafs Ísleifssonar, Flokki fólksins, þar sem hann er þingflokksformaður, var ekki ekki sérlega góð í Vikulokunum í gær.

Ólafur átt samt fína innkomu þegar hann sagði frá kynningarfundi sem hann sótti í fjármálaráðuneytið vegna fjármálaáætlunnar Bjarna Benediktssonar.

Ólafur sagðist hafa spurst fyrir um hverju sætti að bankaskatturinn verði lækkaður eins mikið og raun verður á, en það lætur nærri að skattprósenta lækki meira en tvöfalt. Svörin voru eitthvað á þá leið að forsvarsmenn bankana hafi borið sig aumlega og ekki talið sig vera nógu hæfa til samkeppni vegna skattsins. Ekki fylgdi frásögninni í samkeppni við hvað bankarnir berjast um þessar mundir.

Willum Þór Þórsson, Framsóknarflokki og formaður fjárlaganefndar Alþingis, var gestur ásamt þeim og átti rólegan dag í vörninni, enda ekki miki að honum sótt. Willum Þór sagði, eitthvað á þá leið, að hann trúi og búist við að bankarnir þakki fyrir sig með vaxtalækkunum. Í alvöru, hann sagði þetta.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ólafur Ísleifsson var með hugfast hvert hann sækir umboð sitt og kvartaði fyrir hönd þeirra sem eiga í mestum vanda og Þorgerður Katrín sagði að einna helst vanti að opna fyrir meiri einkarekstur í heilbrigðismálum.

Annað er ekki minnisstætt frá samkomu þessari.

 

 

 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: