- Advertisement -

Barma sér í bullandi góðæri

Vantar hundrað nýja starfsmenn í hverjum mánuði. Samt segjast forstjórara vera svartsýnir og segjast óttast hjöðnun.

Samtök atvinnulífsins spurðu stjórnendur fjögur hundruð stærstu fyrirtækja landsins um mat þeirra á stöðunni á næstkomandi tímum.

Miklu munar þar sem forstjórarnir svöruðu, hvað þeim þykir og þess sem verður.

Meðan forstjórarnir spá hjöðnun og vandræðum vantar starfsmenn í meira en fjórðahvert fyrirtæki. Vöxtur er minni en verið hefur, enda varla annað hægt, eftir einstaka uppsveiflu.

„Skortur á starfsfólki minnkar jafnt og þétt. Einungis 27% telja sig búa við skort samanborið við 42% fyrir ári síðan. Skortur á starfsfólki er minni í útflutningsgreinum og ferðaþjónustu en öðrum greinum, en mestur skortur á starfsfólki er í byggingariðnaði og verslun,“ segir SA.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Og svo segir SA: „Tæplega 30 þúsund starfsmenn starfa hjá fyrirtækjunum í könnuninni. Búast má við fjölgun starfsmanna hjá fjórðungi fyrirtækjanna á næstu sex mánuðum en fækkun hjá 16% þeirra. Stjórnendur áætla að starfsmönnum fjölgi mun hægar en undanfarin ár, eða tæplega 0,5% samanborið við 1,5-2,0% undanfarin ár. Búast við fjölgun starfa um tæplega 600 á næstu sex mánuðum séu þessar niðurstöður yfirfærðar á almenna vinnumarkaðinn í heild. Mest fjölgun er fyrirhuguð í ýmissi sérhæfðri þjónustu og byggingarstarfsemi.“


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: