- Advertisement -

Beið í fimm mánuði eftir rýru svari

„Það eru fimm mánuðir síðan ég lagði fram fyrirspurn í borgarráði um kostnað vegna fundahalda borgarstjóra. Fyrirspurninni var ekki svarað fyrr en eftir kosningar en þó ekki með fullnægjandi hætti og bara hluti kostnaðarins gefinn upp,“ segir Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, á Facebooksíðu sinni.

„Við höfum ítrekað óskað í sumar eftir að fá ítarlegri svör en niðurstaðan er sú að ekki er hægt að gefa upp heildarkostnað þar sem ekkert verkbókhald er haldið á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara. Þetta er ekki í anda gagnsæis og þessum vinnubrögðum þarf heldur betur að breyta. Hjá opinberum aðilum eins og borginni á að vera hægt að fá tafarlaust upplýsingar um allan kostnað. Kostnaðurinn hefur vaxið óeðlilega mikið á
skrifstofu borgarstjóra, farið úr 157 milljónum í 800 milljónir á síðustu 8 árum. Borgarbúar eiga rétt á því að fá að vita af hverju þessi gríðarlega kostnaðaraukning hefur orðið.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: