- Advertisement -

Betri samninga við Breta

- Rósa Björk Brynjólfsdóttir spurði utanríkisráðherra um hvernig samningu við Breta, vegna Brexit, miði. Ráðherra gerir ráð fyrir góðum samningum.

 

Guðlaugur Þór og Rósa Björk.

„Hvað hafa íslensk stjórnvöld gert varðandi þessi samskipti?“ Þannig spurði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri grænna, í sérstakri umræðu um Brexit og áhrifin á Ísland.

„Í okkar huga munu næstu misseri snúast um skýrt markmið: Að tryggja sambærileg eða betri viðskiptakjör við Bretland eftir Brexit en þau sem við njótum á grundvelli evrópskra samninga,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.

„Hið sama á við um réttindi íslenskra ríkisborgara í Bretlandi. Við Íslendingar ráðum auðvitað ekki för í þessu efni. Við ráðum ekki því hvernig viðskilnaði Breta við Evrópusambandið verður háttað, en við getum haft áhrif. Einmitt þess vegna hef ég síðustu mánuði lagt allt kapp á að eiga viðræður við þá aðila sem að þessum málum koma. Ég hef rætt þessi mál við utanríkisráðherra allra EFTA-ríkjanna.“

„Hvað tiltekna hagsmuni varðar, án þess að hægt sé að fara í tæmandi umfjöllun, tel ég að Ísland og Bretland eigi ríka samleið. Það væri í beggja þágu að aflétta tollum. Vonir mínar standa til þess að hægt verði að koma í veg fyrir aukna tollheimtu og jafnvel liðka fyrir markaðsaðgangi. Einnig verður að teljast líklegt að markaðsaðgangur iðnvarnings haldist óbreyttur enda þurfa Bretar að reiða sig á innflutning slíkra vara til framleiðslu á eigin útflutningsvörum,“ sagði ráðherra.

Hér er ræða Rósu Bjarkar.

Hér er ræða Guðlaugs Þórs.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: