- Advertisement -

Bjarni ásælist raforkumarkaðinn

Ragnar Önundarson:
„BB hefur áhyggjur af fákeppni opinberra aðila á sviði dreifingar á raforku.“

Bjarni Benediktsson sagði þetta í ræðu sinni á aðalfundi Landsvirkjunar í dag: „Hið opinbera er yfir og allt um kring á raforkumarkaði. Hið opinbera fer með leyfisveitingar- og reglusetningarvaldið. Ríki og sveitarfélög eiga nær alfarið framleiðslufyrirtækin. Flutningakerfið og dreifiveiturnar eru í opinberri eigu og háð sérleyfum. Á raforkusölumarkaði þar sem ætlunin var að ná fram samkeppni eru fá merki um að hún sé í reynd til staðar.“

Af orðum Bjarna má ætla að hann vilji einkavæða raforkuver eða dreifikerfið, nema hvorutveggja sé.

Ragnar Önundarson viðskiptafræðingur túlkar orð Bjarna á sama hátt og margir aðrir. Ragnar skrifar á Facebook:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„BB hefur áhyggjur af fákeppni opinberra aðila á sviði dreifingar á raforku. Hann vill einkaaðila inn í fákeppnina, undir því yfirskyni að samkeppni skapist. Við höfum dæmið frá Reykjanesbæ, þar sem drykkjarvatnið var einkavætt. Mér finnst fákeppni vond en skárri í höndum opinberra aðila. Ég hef ekki trú á að einkaaðilar sem komast í fákeppni breyti henni. Við erum búin að fá nóg af sjálftökuliðinu BB!“

Sé vilji Bjarna að styrkja einkarekstur í raforku er spurt hvort hann sé í réttri ríkisstjórn til þess.


Booking.com

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: