- Advertisement -

Bjarni sigurvegari

Leiðari Hvað sem fólk kann að þykja um Bjarna Benediktsson þá er hann sigurvegari íslenskra stjórnmála. Hann mun vinna einhverskonar varnarsigur í kosningunum á laugardaginn. Það er ekki það stærsta. Bjarni er mikill sigurvegari.

Með einu höggi sigrar bæði fjölmiðla og fólkið í hinum stjórnmálaflokkunum.

Byrjum á fjölmiðlunum. Fyrst verður að minnast á lögbannið. Það er sennilega stærsti og mesti sigur Bjarna í langan tíma. Þá kom sér vel fyrir hann, hvernig flokkurinn hans, hefur raðað á básana. Hafa rétt menn á réttum stöðum. Það er lykilatriði.

Með lögbanninu var ekki bara komið í veg fyrir að Stundin hætti að birta fréttir um fáránleg viðskipti Bjarna og þá staðreynd að hann hikaði aldrei við að nota netfang Alþingis í peningaspilinu. Fékk þannig sterkari stöðu en ella. Enda varð hann sennilega aldrei að standa skil á eigin klúðri og eigin tapi. Slapp alltaf. Það er því stórsigur fyrir Bjarna að fréttaskrifin voru stöðvuð.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Aðrir fjölmiðlar létu úrskurð sýslumannsins ná til sín. Án þess að þurfa þess. Innan þeirra og víðar er fólk sem fullyrðir að lögbannið komi illa við Bjarna. Sem er eins rangt og hugsast getur. Ávinningur hans af fréttabanninu er greinilega mikill.

Það eru ekki bara fjölmiðlar sem kippa að sér höndunum. Það fólk sem ætti að vera pólitískir andstæðingar Bjarna gera það líka. Það er bara hvergi talað um ítrekaða blöndu Bjarna, þar sem hann sturtar saman valdastöðu sinni og þátttöku í furðu viðskiptaheimsins.

Með lögbanninu er hvergi fjallað um vafasama fortíð Bjarna, hvorki í fjölmiðlum né í kosningabaráttuni. Bjarni fær aðfara óáreittur í hraðahlaup. Enginn reynir að stöðva hann.

Bjarni er sigurvegari.

Sigurjón M. Egilsson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: