- Advertisement -

Bjarni svarar, en hverju?

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra Íslands og helsti valdamaður þjóðarinnar, var spurður af fréttamanni Rúv hvort kostnaður af rekstri banka hér sé meiri en í nágrannalöndunum.

Svar Bjarna hlýtur að þykja sérstakt, en það hljómaði svona: „Um þetta hefur ekki verið alger einhugur. Fjármálafyrirtækin í landinu hafa bent á að þau hafi oft verið borin saman við ósambærilega banka annars staðar og hafa tiltekið einstaka banka sem eru svipaðir að stærð og reynt að halda því fram að hjá þessum aðilum sé kostnaðurinn sambærilegur. Engu að síður sjáum við að það hefur verið unnið að hagræðingu í bankakerfinu á undanförnum árum. Ef menn halda því fram að það sé hægt að halda því áfram þá vona ég bara að það sé rétt.“

Rúv segir að Bjarni hafi sagt það mikið hagsmunamál fyrir neytendur að samsetning kostnaðar íslensku bankanna sé sambærileg við það sem gerist hjá bönkum af sömu stærð í öðrum löndum.

„Það er mikið hagsmunamál fyrir neytendur í þessu landi og fyrirtækin sömuleiðis að kostnaðarsamsetningin í bönkunum sé sambærileg við það sem gerist hjá bönkum af sambærilegri stærð annars staðar. Ella verður þessum viðbótarkostnaði velt út í verðlagið.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: