- Advertisement -

Björgunarsveitir bjóða ólöglegar skotkökur

Neytendur Neytendastofa bendir á að með öllu er öllu óheimilt að breyta skoteldum, hvort sem um er að ræða samtengingu á kökum eða breytingu á púðurmagni. Það er eingöngu framleiðandinn sem getur framleitt samtengdar kökur og er slíkt aðeins gert í samræmi við ströngustu kröfur. Þær samtengdu kökur sem Neytendastofa hefur hingað til skoðað hafa verið útbúnar af framleiðanda.

Tilefnið er viðtal við björgunarsveitamann sem sagði sveitirnar hafa fundið leið framhjá nýjum reglum sem takmarka púður í hverri sprengiköku. Það var gert, að sögn mannsins, með því að tengja þrjár kökur saman og fá þannig mun öflugri sprengingar en heimilt er.

„Neytendastofa hefur fengið fjölda ábendinga vegna fréttaflutnings um samtengdar kökur,“ segir á vef Neytendastofu.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: