- Advertisement -

Blekkingarnar í Þingvallabænum

Formenn allra þeirra flokka sem eiga sæti á Alþingi komu saman á Þingvöllum til að ræða breytingar á stjórnarskránni. Öll vissu þau, sem sátu fundinn, að þetta var hin mesta blekking. Kannski er réttara að tala um blekkingar.

Mestar eru blekkingar Bjarna Benediktssonar. Það veit öll þjóðin að Bjarni mun aldrei fallast á að breyta stjórnarskránni. Það er bara ekki vilji Bjarna, flokksins og bakhjarla hans að breyta stjórnarskránni. Ár eftir ár hefur flokkur Bjarna tekið þátt í allskyns fundum og ráðum um breytingar á stjórnarskránni án þess að meina nokkuð með því. Bjarni var blekkingarmeistarinn á Þingvöllum í gær. Sem von er.

Í hópnum eru fleiri sem blekkja. Miðflokkurinn mun væntanlega seint samþykkja breytingar á stjórnarskránni og sama er að segja um fjandflokkinn hans, það er Framsókn.

Katrín Jakobsdóttir hefur skipt um takt og tekur fullan þátt í aðferðunum. Hún samþykkti kröfu Bjarna, við myndun ríkisstjórnarinnar, að blekkja og blekkja aftur með sýndarfundum um stjórnarskrána.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þau skammast sín ekki einu sinni og segja blákalt að blekkingarleiknum ljúki ekki á þessu kjörtímabili, ekki á þeirra vakt.

Þjóðin er löngu búin að segja sitt um stjórnarskrána og samþykkja grunn að nýrri stjórnarskrá. Í tilraun til að strá ryki í augu þjóðarinnar eru blekkingarleikir á dagskrá og verða næstu ár.

-sme


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: