- Advertisement -

Boðflennan og útkastarinn

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í komandi kosningum, og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri stóðu saman að neyðarlegri uppákomu í dag.

Eyþór mætti óboðinn á fund og Dagur vísaði honum á dyr.

Samskipti þeirra í dag eru örugglega upptaktur að því sem koma skal. Víst er að nú stefnir í harðan slag milli þeirra og fleiri eiga eftir að taka fullan þátt í þeirri baráttu, ekki síst Vigdís Hauksdóttir oddviti Miðflokksins.

Frambjóðendur í Reykjavík virðast tilbúnir í hvað sem er. Samflot Sjálfstæðisflokks og vinstri grænna í ríkisstjórn mun eflaust setja sinn svip á baráttuna um borgina. VG er óskrifað blað, óvíst er hvert flokkur hallar sér.

Dagur og Eyþór munu að óbreyttu verða fyrirferðamestir, nema það verði Vigdís Hauksdóttir. Víst er að framundan eru hörð pólitísk átök.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: