- Advertisement -

Borgarfulltrúar missa atkvæðisrétt

Með löngu sumarfríi borgarstjórnar fara fáir borgarfulltrúar með öll ráð borgarstjórnar. Meirihlutinn vill ekki breyta áratuga gömlum hefðum.

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, er ekki sátt með langt sumarfrí borgarstjórnar. Hún bendir  á að ekki hafi allir borgarfulltrúar atkvæðisrétt í borgarráði. Þar á meðal hún. Á fyrsta fundi borgarráðs, sem var haldinn í gær, bókaði Sanna vegna þessa:

„Athugasemd er gerð við það að fundir borgarstjórnar séu felldir niður að sumarlagi, í júlí og ágúst, þar sem kjörnir borgarfulltrúar voru kosnir til að taka á ýmsum mikilvægum málefnum er varða hag borgarbúanna. Þar vegur húsnæðiskreppan stórt og ýmis önnur mikilvæg málefni sem þarfnast skjótrar úrlausnar. Við vorum hingað kosin inn til að taka á málunum og vinna fyrir fólkið sem kaus okkur og því er óásættanlegt að sumarleyfi borgarstjórnarfunda hefjist strax eftir fyrsta fund borgarstjórnar, áður en að okkur gefst færi á að ræða þau málefni sem kjósendur beindu að okkur í kosningabaráttunni. Í tillögu um sumarleyfi borgarstjórnar er greint frá því að borgarráð fari með sömu heimildir og borgarstjórn hafi ella. Vil ég setja athugasemd við liðinn um „sömu heimildir“ sem virkar afar villandi. Það að borgarráð afgreiði málefnin í stað borgarstjórnar útilokar alla minni flokkana frá ákvörðunartöku hér í um tvo mánuði. Fulltrúar minni flokkanna (JMF) hafa einungis áheyrnarfulltrúa í borgarráði með málfrelsi og tillögurétt en ekki atkvæðisrétt um málefnin líkt og í borgarstjórn. Því er erfiðara fyrir borgarfulltrúa minni flokka að hafa áhrif á ákvörðunartöku í sumarleyfi borgarstjórnar.“

Meirihlutafólkið í borgarráði brást strax og bókaði til baka:

„Á sumrin fer borgarráð með valdheimildir borgarstjórnar og mun því afgreiða þau mál sem borgarstjórn hefði annars tekið fyrir á fundum sínum. Áratugahefð er fyrir því að borgarráð taki yfir fullnaðarafgreiðsluheimildir borgarstjórnar á sumrin enda fer langflest starfsfólk borgarinnar í frí í júlí eins og flestir aðrir borgarbúar. Það skal áréttað að borgarráð fer með allar heimildir borgarstjórnar meðan á sumarleyfi stendur.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þarna kemur fram að engu hefur verið breytt, hvað þetta varðar, í marga áratugi.


Booking.com

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: