- Advertisement -

Borgarráð er svarthol

Eyþór Arnalds hafnar tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra að vísa tillögu Kolbrúnar Baldursdóttur, Flokki fólksins, um rekstrarúttekt á Félagsbústöðum til borgarráðs. Eyþór vill að tillagan verði rædd í borgarstjórn, ekki í borgarráði þar sem fundað er fyrir luktum dyrum.

Borgarstjóri talar sem ráðist sé að Félagsbústöðum og segir Félagsbústaði sæta gagnrýni fyrir að hafa ekki keypt meira af kjöllurum og háaloftum til að leigja fátækasta fólkinu.

Eyþór vill að mál sé útkljáð í borgarstjórn og að unnin verði úttekt á rekstri Félagsbústaða. Tillaga Dags um að senda málið í „svartholið“ borgarráð var samþykkt af meirihluta borgarstjórnar.

Kolbrún Baldursdóttir lagði áherlsu á að óháður aðili vinni umbeðna úttekt. Hún óttast að málið verði svæft.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: