- Advertisement -

Borgin gaf hótellóð í miðborginni

DV í apríl 2007.

Reykjavíkurborg gaf Ungmennafélagi Íslands verðmæt lóð í miðborg Reykjavíkur, við Tryggvagötu 13. DV greindi frá gjöfinni fyrir áratug, í apríl 2007. Þá náðist hvorki í Vilhjálm Vilhjálmsson borgarstjóra né Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, formann skipulagsráðs.

„Ég hef velt vöngum yfir því að svona ofsalega dýrmæt lóð í miðbænum hafi verið afhent með þessum hætti. Hér er um að ræða landssamtök ungmennafélaga. Þetta var á sínum tíma fóðrað með því að um væri að ræða fjölbreytt „ungdómshús“ og svo virðist sem forsendurnar séu með þessu að breytast,“ sagði Svandís Svavarsdóttir borgarfulltrúi. „Svo ekki sé tekið dýpra í árinni tel ég það mjög vafasamt að færa gistirekstur í hendur aðila sem hefur væntanlega gróðasjónarmið að leiðarljósi.“

Leifur Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri fasteignasölunnar 101, telur mjög líklegt að söluandvirði lóðarinnar sé vel yfir fasteignamatinu. „Verðmat byggir á mögulegu byggingamagni og þarna er hægt að byggja nokkrar hæðir. Þetta er virkilega góð lóð og staðsetningin mjög eftirsótt. Í mínum huga er þetta mjög góð söluvara og leikur einn að fá verð vel yfir mati,“ sagði Leifur.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„UMFÍ mun eiga bæði lóðina og húseignina og við erum ekki að braska neitt með það. Hótelrekstur er einn möguleiki og meirihluti húsnæðisins fellur undir þá hlið. Við erum ekki í bissnesshugleiðingum heldur viljum koma upp fjölnota húsi til að breyta ásýnd miðbæjarins,“ sagði Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: