- Advertisement -

Borgin á tíundu hverja íbúð

- Félagsbústaðir eiga nú um tíu prósent allra tveggja herbergja íbúða í Reykjavík. Ætlar að kaupa mun fleiri íbúðir og eins leigja nokkrar.

Samfélag Félagsbústaðir eiga um tíu prósent allra tveggja herbergja íbúða í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að borhin eignist um eitt hundrað íbúðir á ári næstu árin. Alls eiga Félagsbústaðir nú um 2.400 íbúðir, en þær verða um þrjú þúsund innan fárra ára, gangi áætlanir eftir.

Ákveðið hefur verið að borgin leiti tímabundinna lausna vegna húsnæðisvanda í borginni. Þar á meðal verður leitað að leighúsnæði til áframhaldandi leigu til þeirra sem eru á biðlista eftir félagslegum úrræðum.

„Að höfðu samráði við velferðarsvið og umhverfis- og skipulagssvið skal skrifstofan gera tillögur til borgarráðs um að taka húsnæði á leigu í þrjú til fimm ár. Ennfremur að kaupa húsnæði til að nota um lengri eða skemmri tíma sem félagslegt húsnæði. Þegar ekki verður lengur not fyrir það má selja það aftur, byggja nýtt í kjölfar breytinga á skipulagi eða breyta húsnæði til annarra nota. Þessu húsnæði verður úthlutað til umsækjenda af biðlistum eftir félagslegu húsnæði. Um verður að ræða tímabundna lausn þar til viðkomandi einstaklingar og fjölskyldur fá úthlutað húsnæði á vegum Félagsbústaða Reykjavíkurborgar,“ segir í áætlun borgarinnar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: