- Advertisement -

Bráðavandi ekki settur í bið

„Og maður spyr sig auðvitað hvernig er forgangsröðun fjármuna í einu ríkasta landi heims þegar þarf að loka alltaf einni bráðadeild á geðsviði á hverju einasta sumri. Eru ekki til einhverjar fjögur fimm hundruð milljónir til þess að halda þessu alltaf opnu.“

Sanna Magdalena.
„Það gengur ekki að einstaklingar sem þurfi á þessari nauðsynlegu þjónustu geðdeildarinnar á að halda, mæti lokuðum dyrum.“

„Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir að lokun fíknigeðdeildar sé mjög alvarleg og geti orðið til þess að vandi þeirra sem þangað hefðu leitað verði erfiðari og flóknari. Mikið af fíkniefnum séu í umferð. Deildinni hefur verið lokað og verður ekki opnuð aftur fyrr en í byrjun ágúst.“

Þetta er upphaf fréttar Ríkissjónvarpsins frá því gærkvöld. Fréttin er enn ein sönnun þess að okkur gengur ekkert að reka fullnægjandi heilbrigðiskerfi.

„Það gengur ekki að einstaklingar sem þurfi á þessari nauðsynlegu þjónustu geðdeildarinnar á að halda, mæti lokuðum dyrum. Bráðavanda er ekki hægt að setja á bið í sumarleyfi og greinilegt er að þörf er á viðhorfsbreytingu, þar sem litið er á geðræn- og andleg veikindi jafn alvarlegum augum og líkamleg veikindi. Stórefast t.d. um að slysa- og bráðamóttöku yrði lokað yfir sumartímann,“ segir Sanna Magdalena Mörgudóttir, borgarfulltrúi Sósílistaflokksins, um þetta ástand.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Í fréttinni segir Anna Gunnhildur að ástandið sé hræðilegt. „Og maður spyr sig auðvitað hvernig er forgangsröðun fjármuna í einu ríkasta landi heims þegar þarf að loka alltaf einni bráðadeild á geðsviði á hverju einasta sumri. Eru ekki til einhverjar fjögur fimm hundruð milljónir til þess að halda þessu alltaf opnu.“

Hér er fréttin úr Ríkissjónvarpinu.

 

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: