- Advertisement -

Breyttur Sjálfstæðisflokkur?

Björgvin Guðmundsson.

Þegar ég fór að fylgjast með stjórnmálum var það náttúrulögmál að Sjálfstæðisflokkurinn færi með völd i borgarstjórn Reykjávíkur. Í hálfa öld fór Sjálfstæðisflokkurinn með völd í Rvk og engum tókst að hnekkja því veldi. Loks 1978 tókst félagsghyggjuflokkurinn að ná meirihlutanum og veldi íhaldsins féll með miklu brambolti. Það var síðan fest í sessi með sigri R-listans og síðan hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki náð meirihlutanum aftur hvernig sem hann hefur reynt.

Ég tók þátt í að hnekkja veldi Sjálfstæðisflokksins. Ein fyrsta tillagan, sem ég flutti í borgarstjórn, var um að borgin ætti að byggja húsnæði fyrir ungt fólk, sem væri að byrja að búa. Það fannst Sjálfstæðisflokknum fráleitt að borgin færi að aðstoða við það. Markaðurinn átti að sjá um þetta. Borgin átti ekki að reisa neitt félagslegt húsnæði og hún átti ekki að aðstoða neina sem væru í húsnæðisvandræðum. Nú virðist stefnubreyting að gerast hjá Sjálfstæðisflokknum í þessu efni. Sjálfstæðisflokkurinn, ásamt öðrum minnihlutaflokkum, fór fram á aukafund í borgarráði til þess að ræða ráðstafanir borgarinnar í húsnæðismálum. Sjálfstæðisflokkurinn vill nú að borgin reisi félagslegt húsnæði og geri sérstakar ráðstafanir fyrirt þá sem eru húsnæðislausir og sérstaklega fyrir þá sem eru á götunni.

Þetta hefur alltaf verið stefna jafnaðarmanna en Sjálfstæðismenn hafa ekki tekið undir þetta áður. Guð láti gott á vita. Það er gott að Sjálfstæðisflokkurinn sé að breyta um stefnu í þessu efni ef hugur fylgir þá máli. Fyrrverandi Framsóknarmaður, Vigdís Hauksdóttir, styður þessa hugmynd íhaldsins. Það er einnig breyting hjá henni. Þegar hún var í Framsókn lagði sá flokkur niður Verkamannabústaðakerfið með einu pennastriki og það átti einn stærsta þáttinn í því að skapa það slæma ástand sem nú er í húsnæðismálum. Það tók marga áratugi að byggja það kerfi upp. En Framsókn lagði það niður með einu pennastriki. Vonandi fylgir hugur máli sinnaskiptum Vigdísar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Björgvin Guðmundsson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: