- Advertisement -

Burt með Ríkisútvarpið

„Brynj­ar Ní­els­son alþing­ismaður var gest­ur þátt­ar­ins Ísland vakn­ar á K100 í gær­morg­un og ræddi þar meðal ann­ars um Rík­is­út­varpið. Þar lýsti hann þeirri skoðun sinni að stofn­un­in væri orðin úr­elt og að rétt­ast væri að leggja hana af,“ þetta er bein tilvitnun æi Staksteina dagsins.

Brynjar sagðist vita að marg­ir hefðu áhyggj­ur af að efnið hyrfi, en benti á að aðrir myndu ef­laust taka að sér fram­leiðslu á því efni sem fólk mundi sakna.

„Þá benti hann á þá óeðli­legu stöðu að Rík­is­út­varpið fengi meira en fjóra millj­arða króna í for­gjöf á markaðnum og spurði hvort slíkt yrði liðið á öðrum sviðum. Þessi óeðli­lega for­gjöf er eitt af því sem varð til þess að skipuð var nefnd til að gera til­lög­ur um bætt rekstr­ar­um­hverfi einka­rek­inna fjöl­miðla.“

Davíð Oddsson ritstjóri, sem er væntanlega höfundur Staksteina, segir að eft­ir rúmt ár hafi nefndin skilað niður­stöðu og hef­ur sú niðurstaða nú verið sett í ein­hvers kon­ar nefnd. „Á sama tíma hef­ur verið ákveðið að fella niður virðis­auka­skatt af bók­um frá næstu ára­mótum. Ekki hef­ur verið út­skýrt hvers vegna annað rit­mál, sem einnig er mik­il­vægt fyr­ir ís­lenska tungu, verður und­an­skilið. En á meðan málið er gaum­gæft keppa einka­rekn­ir fjöl­miðlar áfram við millj­arða Rík­is­út­varps­ins, að ógleymd­um er­lend­um netris­um sem starfa í allt öðru um­hverfi en ís­lensk­ir fjöl­miðlar.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: