- Advertisement -

Byrja lífshlaupið í gjaldþroti

- Lánasjóður íslenskra námsmanna stefnir gjaldþrota námsmönnum í tilraunum til að innheimta námslán þeirra.

„Staðan sem nú blasir við er hins vegar sú að það kann að virðast fýsilegur kostur fyrir ungt fólk, sem er að byrja líf sitt, að hefja það á gjaldþroti í því skyni að þurrka burt námslán sín.“

Þannig skrifar Haukur Örn Birgisson lögmaður í Moggann í dag. Haukur fjallar un LÍN og aðgerðir lánasjóðsins gegn skudugum námsmönnum.

„LÍN hefur undanfarin misseri stefnt gjaldþrota námsmönnum í því skyni að rjúfa fyrningu krafna sjóðsins sem ekki fengust greiddar við gjaldþrotaskiptin. Rökstuðningur LÍN er að sjóðurinn hafi sérstaka hagsmuni af því að fá kröfurnar greiddar og að námslán séu endurgreidd á löngum tíma, jafnvel mörgum áratugum, allt eftir greiðslugetu hvers lánþega í samræmi við reglur sjóðsins. Lánin eru þannig veitt til að auka verðmæti þekkingar einstaklinga og endurgreidd í samræmi við greiðslugetu og því hljóti lánin að falla utan áðurnefndrar reglu,“ skrifar lögmaðurinn.

Hann segir að á þetta hafi reynt í nokkrum héraðsdómum. „Skemmst er frá því að segja að sjónarmiðum LÍN hefur verið hafnað þar sem ekki sé hægt að líta svo á að um LÍN gildi aðrar reglur en aðra lánveitendur. Taka má undir það sjónarmið að það sé mikilvægt fyrir alla lánveitendur að fá kröfur sínar greidda. Tilgangur LÍN kann að vera sérstakur á lánamarkaði, en ekki má líta framhjá því að aðrir lánveitendur hafi einnig sambærilega sérstöðu, t.d. sparisjóðir sem starfa í þágu nærumhverfis síns og lífeyrissjóðir sem lána til sjóðsfélaga sinna. Þá eru jafnframt til staðar lög um greiðsluaðlögun og lög um nauðasamninga, sem gefa skuldurum möguleikann á því að endurgreiða skuldir sínar í samræmi við greiðslugetu yfir langt tímabil. Þessum dómum hefur nú verið áfrýjað til Hæstaréttar og eru málin á dagskrá réttarins í haust.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Haukur vitnar til ársskýrslu LÍN fyrir árið 2015. 47 lánþegar óskuðu eftir skiptum á búum sínum árið 2012. Árið 2013 voru þeir 84, árið 2014 voru þeir 105 og árið 2015 óskuðu 134 lánþegar yfir gjaldþrotaskiptum á búi sínu. „Fram hefur komið að LÍN áætlar að á tveimur árum hverfi milljarður úr kröfusafni sjóðsins af þessum sökum verði fyrning krafnanna ekki rofin. Því eru talsverðir hagsmunir undir.“

„Staðan sem nú blasir við er hins vegar sú að það kann að virðast fýsilegur kostur fyrir ungt fólk, sem er að byrja líf sitt, að hefja það á gjaldþroti í því skyni að þurrka burt námslán sín. Varla getur það hafa verið tilgangur löggjafans.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: